• 16/04/2014

  Málþing 15.maí 2014 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands kl.13-17

  FÍSOS, félag íslenskra safna og safnmanna í samstarfi við Íslandsdeild ICOM og safnafræði HÍ stendur fyrir málþingi 15. maí. Meginmarkmið þingsins er að veita upplýsingar og skapa málefnalegan vettvang til þess að ræða mál sem söfn þurfa að fá skýr svör við.

  Dagskrá

  13:00 Allt í kerfi? Um flökkulíf safna og fasta búsetu. Bergsveinn Þórsson formaður FÍSOS
  13:30 Tilfærsla safna innan mennta og -menningarmála ráðuneytis. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir deildarstjóri skrifstofu menningarmála, mennta og- menningarmálaráðuneyti
  14:00 Kaffihlé
  14:15 Staða þekkingaruppbyggingar og rannsókna. Sigurjón B. Hafsteinsson dósent við Háskóla Íslands
  14:50 Boðleiðir styrkveitinga. Katrín Jakobsdóttir þingmaður vinstri grænna og fyrrverandi menntamálaráðherra
  15:30 Kaffihlé
  15:45 Pallborðsumræður fyrirlesarar sitja í pallborði ásamt Margréti  Hallgrímsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu menningararfs hjá forsætisráðuneytinu.
  17:00 Málþingi slitið
  Málþingið verður tekið upp í hljóði og mynd