• 15/03/2006

    Vel tókst til með Endurmenntunarnámskeið FÍSOS og EHÍ þar sem fjallað var um varðveislu menningarminja og fyrirbyggjandi forvörslu. Meðal annars var farið yfir meðhöndlun og pökkun gripa og fyrirkomulag í safngeymslum og var námskeiðið í formi fyrirlestra, verklegra æfinga og vettvangsferða. Hér koma fáeinar myndir frá námskeiðinu en meira af efni tengdu námskeiðinu og forvörslu er að vænta á síðuna innan tíðar.