• 23/08/2006

  Söfn í samfélagi
  Yfirskrift og þema farskólans að þessu sinni er Söfn í samfélagi. Fyrirlestrar og hópavinna munu hafa grunnspurningarnar um um söfn, samfélag þeirra, hlutverk safna í samfélaginu og samvinnu við aðra hafðar að leiðarljósi.  Sama snið verður á farskólanum og var á síðasta ári á Siglufirði, þ.e. nokkrir grunnfyrirlestrar og hópavinna í framhaldinu. Dagskráin er fullsmíðuð og má nálgast hans hér neðar á síðunni.
  Praktísk atriði:
  Farskólagjald er kr. 12.000, innifalið í því er einnig árshátíð FÍSOS:
  Hótel Hérað hefur gert farskólanemum eftirfarandi tilboð í gistingu og búið er að taka frá nokkur herbergi:
  s         8.200 kr á mann í tveggja manna herbergi.
  s         10.500 kr í eins manns herbergi.
  Flugfélag Íslands mun senda upplýsingar um tilboð á flugi næstu dagana og verður tilkynning um það sett á póstlistann þegar það berst.
  Fyrirhugað er að hafa, á laugardeginum 28. september, skipulagða rútuferð fyrir farskólagesti, fjölskyldur þeirra og aðra. Hún verður ekki hluti af formlegri dagskrá farskólans. M.a. farið í Sænautasel, Möðrudal og Bustarfell, fararstjóri verður Arndís Þorvaldsdóttir. Skráning fyrirfram og kostnaði haldið i lágmarki.
  Breyting hefur orðið á farskólastjórn, en vegna óviðráðanlegra orsaka þurfti Rannveig Þórhallsdóttir að segja sig úr stjórninni. Í hennar sæti settist Elfa Hlín Pétursdóttir, sem jafnframt sinnir nú starfi safnstjóra á Minjasafni Austurlands. Auk hennar skipa stjórnina þau Hanna Rósa Sveinsdóttir, Minjasafni Akureyrar, Pétur Kristjánsson,  Tækniminjasafni Austurlands, Pétur Sörensson, Safnastofnun Fjarðabyggðar,  Sigríður Sigurðardóttir, Byggðasafni Skagfirðinga og Skúli Björn Gunnarsson, Gunnarsstofnun.
  Dagskrá farskólans má nálgast hér.