Tag Archives: Aðalfundur

FÍSOS – Aðalfundur 9. desember 2020 kl. 11 – FJARFUNDUR

Fréttir | FÍSOS

Stjórn FÍSOS – Félags íslenskra safna og safnmanna boðar hér með til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 9. desember 2020 kl. 11.00 í fjarfundarbúnaði. Fundurinn mun taka eina klukkustund.

Vegna tilmæla almannavarna þá verður fundurinn eingöngu í stafrænum heimi. Slóð á fundinn verður send á póstlista félagins í sömu viku og fundurinn verður. Einnig uppfært hér á heimasíðu og sent á samfélagsmiðla. Þá verða fundargögn einnig send í tölvupósti.

LINKUR á aðalfund 2020 í Zoom – https://eu01web.zoom.us/meeting/register/u5Mtcu2vqD0vGNAZR7Trs2x-SpFJJg_NS9yU

Dagskrá aðalfundar:

A. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

B. Skýrsla formanns um störf félagsins.

C. Ársreikningur félagsins.

D. Umræður um ársskýrslu og ársreikning og afgreiðsla reikninga.

E. Lagabreytingar.

F. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður. Kosning skal vera leynileg.

1. Kosning fimm manna stjórnar til tveggja ára í senn, formaður og meðstjórnandi annað árið en varaformaður, gjaldkeri og ritari hitt árið.

2.Kosning tveggja varamanna til tveggja ára, eins varamanns annað árið en annars hitt árið.

3.Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára, eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.

4.Kosning farskólastjóra til eins árs.

G. Ákvörðun ársgjalds félagsmanna og stofnana.

H. Önnur mál.

Vægi atkvæða á fundum félagsins er einn félagsmaður, eitt atkvæði og ein stofnun, eitt atkvæði. Fer forsvarsmaður stofnunar með atkvæði hennar á fundum félagsins eða fulltrúi í umboði hans.

bestu kveðjur, stjórn FÍSOS,

Í stjórn félagsins 2019-2020 sitja:

Formaður: Helga Maureen Gylfadóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Varaformaður: Gunnþóra Halldórsdóttir, Kvikmyndasafn Ísland.

Gjaldkeri: Jón Allansson, Byggðasafnið á Görðum.

Ritari: Ingibjörg Áskelsdóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Meðstjórnandi: Ásdís Þórhallsdóttir, Listasafn Reykjavíkur.

Varamenn: Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarður Reykjavíkur og Sigríður Þorgeirsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands.

FÍSOS – Framboð til stjórnar 2020-2021

Kæru félagar,

Nú á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 8. október nk. í Sjóminjasafninu í Reykjavík verða eftirfarandi embætti laus: formaður, meðstjórnandi, varamaður og skoðunarmaður reikninga og og óskaði stjórn eftir framboðum í þau embætti eins og lög félagsins gera ráð fyrir.

Eftirfarandi framboð hafa borist:

Framboð til formanns – Anita Elefsen, safnstjóri, Síldarminjasafn Íslands –

Framboð til meðstjórnanda – Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur, Hönnunarsafn Íslands

Framboð til varamanns – Sigríður Þorgeirsdóttir, sérfræðingur, Þjóðminjasafn Íslands

Kær kveðja, stjórn FÍSOS

Í stjórn félagsins 2019-2020 sitja:

Formaður: Helga Maureen Gylfadóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Varaformaður: Gunnþóra Halldórsdóttir, Kvikmyndasafn Ísland.

Gjaldkeri: Jón Allansson, Byggðasafnið á Görðum.

Ritari: Ingibjörg Áskelsdóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Meðstjórnandi: Ásdís Þórhallsdóttir, Listasafn Reykjavíkur.

Varamenn: Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarður Reykjavíkur og Sigríður Þorgeirsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands.

FÍSOS – Aðalfundur 08.10.2020 í Sjóminjasafninu í Reykjavík

Stjórn FÍSOS – Félags íslenskra safna og safnmanna boðar hér með til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 8. október 2020 kl. 17.00 í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, 101 Reykjavík. Til fundarins var boðað með tölvupósti til félagsmanna 19. ágúst 2020.

Vegna tilmæla almannavarna þá verður fundinum streymt en rúm er fyrir 30 fundargesti í salnum og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Einnig verður boðið upp á þátttöku í gegnum fjarfundarbúnað.

Farið verður eftir öllum reglum hvað sóttvarnir varðar í fundarrýminu.

Dagskrá aðalfundar:

A. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

B. Skýrsla formanns um störf félagsins.

C. Ársreikningur félagsins.

D. Umræður um ársskýrslu og ársreikning og afgreiðsla reikninga.

E. Lagabreytingar.

F. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður. Kosning skal vera leynileg.

1. Kosning fimm manna stjórnar til tveggja ára í senn, formaður og meðstjórnandi annað árið en varaformaður, gjaldkeri og ritari hitt árið.

2.Kosning tveggja varamanna til tveggja ára, eins varamanns annað árið en annars hitt árið.

3.Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára, eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.

4.Kosning farskólastjóra til eins árs.

G. Ákvörðun ársgjalds félagsmanna og stofnana.

H. Önnur mál.

Vægi atkvæða á fundum félagsins er einn félagsmaður, eitt atkvæði og ein stofnun, eitt atkvæði. Fer forsvarsmaður stofnunar með atkvæði hennar á fundum félagsins eða fulltrúi í umboði hans.

bestu kveðjur, stjórn FÍSOS,

Í stjórn félagsins 2019-2020 sitja:

Formaður: Helga Maureen Gylfadóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Varaformaður: Gunnþóra Halldórsdóttir, Kvikmyndasafn Ísland.

Gjaldkeri: Jón Allansson, Byggðasafnið á Görðum.

Ritari: Ingibjörg Áskelsdóttir, Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Meðstjórnandi: Ásdís Þórhallsdóttir, Listasafn Reykjavíkur.

Varamenn: Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarður Reykjavíkur og Sigríður Þorgeirsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands.

Farskóli 2020 – AFLÝST

ÁRÍÐANDI tilkynning – Farskóli 2020 í Vestmannaeyjum – AFLÝST

Kæru félagsmenn,

Nú þann 13. ágúst sl. fundaði stjórn FÍSOS ásamt stjórn farskólans 2020. Í ljósi hertra aðgerða Almannavarna undanfarnar vikur var það samhljóða niðurstaða fundarmanna að aflýsa fyrirhuguðum farskóla félagsins sem átti að halda í Vestmannaeyjum 23.-25. september nk. Stjórn FÍSOS þakkar Herði Baldvinssyni, forstöðumanni Sagnheima, fyrir góðan undirbúning fyrir farskólann en félagið fær að eiga hans góða heimboð inni.

Það er okkar skylda, líkt og allra landsmanna, að virða samfélagssáttmálann og sýna samfélagslega ábyrgð í verki og í því ljósi er farskólanum aflýst árið 2020. Við erum öll almannavarnir áfram.

En ekki örvænta, kæru félagsmenn! Gripið hefur verið til mótvægisaðgerða og er nú í burðaliðnum undirbúningur FJARskóla með notkun hins víðfræga alheimsnets.

FJARskólastjórn 2020 mun nú setja saman nokkrar rafrænar vinnustofur sem félagið mun standa fyrir ásamt safnaráði og Safnafræði Háskóla Íslands. Hinar rafrænur vinnustofurnar munu fara fram í lok september en nánari dagskrá og fyrirkomulag verður auglýst síðar.

Við munum því hittast við hið stafræna borð nú í haust og fræðast og ræða saman með hjálp fjarfundabúnaðar.

Aðalfundur félagsins verður svo haldinn 8. október nk. en frekari upplýsingar um fyrirkomulag hans mun berast á næstu dögum. Honum verður streymt en ef aðstæður leyfa þá verður einnig boðið í sal í Reykjavík.

Ekki gleyma að síðan eiga félagsmenn von á glóðvolgu eintaki beint úr prentsmiðjunni af Safnablaðinu Kvisti inn um lúguna hjá sér um mánaðarmótin september/október en blaðið er stútfullt af fræðandi og skemmtilegum greinum sem göfga andann og létta lund.

Blásið verður á ný til farskóla félagsins á haustmánuðum 2021 og verður þá nú aldeilis gaman, enda sannast hið fornkveðna að maður er manns gaman!

Bestu kveðjur og njótið vel það sem eftir lifir sumars. Spennandi haust framundan og vonandi veirulaus vetur.

Stjórn FÍSOS og Farskólastjórn 2020.

Aðalfundur FÍSOS 2019 – fréttir af fundi

Aðalfundur FÍSOS var haldinn 2. október sl. í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. Fundinn sóttu um 70 félagar sem voru komnir til Patreksfjarðar til að taka þátt í farskóla félagsins.

Kosið var til stjórnar félagsins og voru endurkjörin Gunnþóra Halldórsdóttir, Ingibjörg Áskelsdóttir, Jón Allansson og Hjörtur Þorbjörnsson. Þá voru Anna Lísa Guðmundsdóttir og Lýður Pálsson kosin skoðunarmenn reikninga.

Heiðurfélagi FÍSOS 2019 var útnefndur Ólafur Axlesson en frekar má lesa um þann heiðursmann hér.

Frekari upplýsingar um fundinn er að finna í eftirfarandi fundargerð  – FÍSOS Aðalfundur 2019 Skjaldborgarbíó Patreksfjörður

Þá er að finna hér ársskýrslu formanns – FÍSOS Árskýrsla 2018-2019

Stjórn FÍSOS þakkar fundarmönnum fyrir góðan og gagnlegan fund. Þá eru Hönnu Rósu Sveinsdóttur  og Ágústu Rós Árnadóttur veittar þakkir fyrir fundarstjórn og fundarritun.