• 23/09/2011

    Aðalfundur FÍSOS

    Aðalfundur Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) verður haldinn þann 7. október 2011 kl. 13.30 í Miðgarði í Varmahlíð í Skagafirði.

    Dagskrá aðalfundar:

    A. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    B. Skýrsla formanns um störf félagsins. Skýrðir reikningar félagsins. Umræður um þessa liði og afgreiðsla þeirra.
    C.  Lagabreytingar.
    D.  Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður. Kosning skal vera skrifleg ef þess er óskað.
    1. Kosning fimm manna stjórnar til tveggja ára í senn, formaður og meðstjórnandi annað árið, en varaformaður, gjaldkeri og ritari hitt árið.
    2.  Kosning 2 varamanna til tveggja ára. Eins varamanns annað árið en annars hitt árið.
    3. Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára. Eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.
    4.  Kosning farskólastjóra til eins árs.
    E.  Ákveðið árgjald félagsmanna og stofnana.
    F.  Önnur mál.
    _______________________
    Hér fyrir neðan má skoða tvær tillögur frá stjórn FÍSOS sem teknar verða fyrir á fundinum.
    Lagabreytingartillaga 2011
    Tillaga um framtíð FÍSOS 2011