Fréttir

Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka? – Garðabæjarlistinn

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál. Eftirfarandi svör bárust frá Garðabæjarlistanum:

 • Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?

“Í Garðabæ eru bókasöfn (Garðabæ og Álftanesi), Hönnunarsafn Íslands, Krókur á Garðaholti og Minjagarðurinn við Hofsstaði. Hér má sjá yfirlit yfir söfn:

http://www.gardabaer.is/mannlif/menning/sofn/

við ætlum að styrkja núverandi söfn og auka aðsókn að þeim. Þetta höfum við þegar gert með að halda tvo helstu viðburði okkar í Hönnunarsafninu og fengið þangað fólk sem ekki vissi af þessu frábæra safni. Garðabær hefur til þessa gert of lítið til að kynna og markaðssetja söfnin sín. Þessu viljum við breyta.

við ætlum að nýta í auknum mæli þau tækifæri sem þegar eru í Garðabæ til að vekja áhuga á sögu og menningu almennt. Þar er nátttúra og saga í fyrirrúmi. Nefna má Wegener stöpulinn á Arnarnesi sem í jarðsögulegu samhengi er með merkustu minjum.

við tökum fullan þátt í þeirri umræðu sem þegar hefur farið af stað með byggingu fjölnota menningar- og fræðamiðstöðvar. Þar teljum við mikilvægt að íbúar fái tækifæri til að tjá skoðun sína á starfsemi slíkrar miðstöðvar.

Við höfum lagt sérstaka áherslu á sköpunarhús í Garðabæ til að virkja hugmyndir og kraft skapandi greina.

Almenn stefna Garðabæjarlistans er að virkja íbúalýðræði og valdefla íbúa á þann hátt að þeir komi í meira mæli að ákvörðunum um valkvæð verkefni sveitarfélagsins. Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.

Málefnaáherslur Garðabæjarlistans má finna hér: https://www.gardabaejarlistinn.is/

Okkur má einnig finna á

Facebook: https://www.facebook.com/gardabaejarlistinn/

Instagram: http://instagram.com/gbrlistinn

Twitter: https://twitter.com/gbrlistinn

 • Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?

Söfn í Garðabæ vantar aukið hlutverk. Þau hafa verið sett á laggir án mikillar kynningar en eiga möguleika á ríkara hlutverki í samfélaginu.

 • Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?

Garðabær hefur hingað til ekki mótað sér nægjanlega skýra stefnu í ferðamálum. Þetta á við söfn sem aðra þjónustu við ferðamenn. Minjar í Garðabæ eru mjög áhugaverðar og ættu að vera aðdráttarafl ferðamanna og þar með annarrar þjónustu við ferðamenn. Með betri kynningu á minjum og sögu ætti að skapast næg eftirspurn til reksturs fyrirhugaðs fjölnota menningar- og fræðamiðstöðvar.

 • Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?

Allt of lítið

 • Hvað þarf að bæta í safnamálum í þínu sveitarfélagi?

Fara þarf í allsherjar stefnumótun þar sem búin er til framtíðarsýn á hlutverk safna og annarrar menningarstarfsemi.”

FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.

Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka? – Miðflokkurinn í Reykjavík.

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:

◾Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?

◾Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?

◾Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?

◾Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?

◾Hvað þarf að bæta í safnamálum í sveitarfélaginu?

Eftirfarandi svar barst frá Vigdísi Hauksdóttir, oddvita Miðflokksins í Reykjavík:

“Ég skrifa hér okkar sýn á safnamál í Reykjavík frekar en að svara einstökum spurningum.

Miðflokkurinn í Reykjavík leggur áherslu á safnamál og teljum við að söfnum í eigu borgarinnar séu býsna öflug og að þeim hafi verið sinnt vel af stjórnvöldum

Söfnin í Reykjavík skipta gríðarlega miklu máli fyrir borgina sem höfuðborg því hún ber ákveðnar skyldur sem slík. Miðflokkurinn styður þá ákvörðun sem tekin var að setja menningar og ferðamál undir sama hatt. Fulltrúar flokksins hafa þegar farið og heimsótt Menningar- og ferðamálaráð og kynnt sér starfsemi þess.

Að svo komnu máli getur Miðflokkurinn ekki haft skoðun á því hvað þarf að bæta í safnamálum þar sem hann er nýr stjórnmálaflokkur en lýsir yfir miklum vilja að hitta þá er að þessum fundi standa til að fá ráðleggingar.

Þess má geta að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson beitti sér mjög í safnamálum þegar hann var forsætisráðherra

Með bestu kveðju, Vigdís Hauksdóttir.”

FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.

Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka? – Framsóknarflokkurinn í Reykjavík

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:

◾Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?

◾Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?

◾Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?

◾Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?

◾Hvað þarf að bæta í safnamálum í sveitarfélaginu?

Eftirfarandi svar barst frá Framsóknarflokknum í Reykjavík:

 • Að fara að safnalögum og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gera vel í þessum mikilvæga málaflokki.
 • Við höfum ekki ennþá gefið út okkar stefnuskrá en stefnuskrá Framsóknarflokksins má nálgast á framsokn.is
 • Þau varðveita menningu, veita fræðslu, eru mikilvæg í ferðamannaiðnaði og margt fleira.
 • Þau tengsl eru sterk því ferðamenn heimsækja söfn.
 • Söfnum hefur fjölgað sem er mjög jákvætt.
 • Auka samvinnu á milli safna og borgaryfirvalda

FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.

Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka? – Íslenska þjóðfylkingin

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:

 • Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?
 • Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?
 • Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?
 • Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?
 • Hvað þarf að bæta í safnamálum í sveitarfélaginu?

Eftirfarandi svar barst frá Íslensku þjóðfylkingunni:

“Það er grundvöllur hverra þjóðar sem og sveitafélaga að styðja við menningu og sögu í sínu sveitarfélagi.  Sá stuðningur er og verður alltaf markmið Íslensku þjóðfylkingarinnar, enda flokkur sem hefur verið stofnaður um verndun Íslenskra róta meðal annars.

F.h. Íslensku þjóðfylkingarinnar,

Guðmundur Karl Þorleifsson. formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.”

FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.

Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka? – Upptaka frá fundi 25.apríl 2018

Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.

Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál:

 • Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?
 • Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?
 • Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?
 • Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?
 • Hvað þarf að bæta í safnamálum í sveitarfélaginu?

Sum framboðanna sendu inn skrifleg svör við spurningum og eru þau birt hér sem einstök frétt frá þeim sem skiluðu inn svörum.

Hér má sjá upptöku af fundinum.

 

Tilnefningar til íslensku safnaverðlaunanna 2018

Tilkynnt var um tilnefningar til Safnaverðlaunanna 2018 í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum á Íslandi, þann 17. maí í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Forseti Íslands,  Guðni Th. Jóhannesson,  afhendir safnaverðlaunin 2018 við hátíðlega athöfn þann 5. júní nk. á Bessastöðum.

TILNEFNINGAR DÓMNEFNDAR Í STAFRÓFSRÖÐ:

Grasagarður Reykjavíkur
Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Þar er varðveittur stór hluti af
íslensku háplöntuflórunni ásamt fjölbreyttu úrvali erlendra plantna. Heildarfjöldi safngripa er um 5.000, skipt í átta safndeildir.

Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Plöntusöfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Meginhluti tegundanna kemur úr frælistum erlendra grasagarða og fer ræktunin fer fram í sáningarhúsi, uppeldisgróðurhúsum, vermireitum og uppeldisbeðum.

Grasagarðurinn stendur fyrir öflugri fræðslustarfsemi fyrir almenning og skólahópa árið um
kring, enda er fræðsla eitt af meginhlutverkum hans. Markmið fræðslunnar er að nýta hin
margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, dýralíf,
garðmenningu og grasnytjar, sem og til eflingar útiveru og lýðheilsu. Auk fræðslusamstarfs
við leik- og grunnskóla borgarinnar hefur Grasagarðurinn verið í samstarfi við m.a.
Kvikmyndasafn Íslands, Garðyrkjufélag Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Ýmis
samstarfsverkefni á sviði rannsókna og söfnunar hafa ennfremur verið unnin á undanförnum árum í Grasagarðinum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Lystigarð Akureyrar, Norræna genabankann o.fl.

Grasagarðurinn starfar samkvæmt íslensku safnalögunum og er viðurkennt safn. Sömuleiðis er unnið eftir lögum um náttúruvernd, öðrum íslenskum lögum og reglugerðum er varða starfsemina og alþjóðlegum samþykktum um líffræðilegan fjölbreytileika.

Mat valnefndar er að Grasagarður Reykjavíkur gefi ómetanlega innsýn í stórmerkilega flóru
Íslands og sé einstakur meðal safna á Íslandi. Garðurinn er lifandi safn undir berum himni,
með lifandi safngripum. Fræðsla er mikilvæg stoð í starfseminni, ásamt rannsóknum, þar
sem áhersla er lögð á fjölbreytt samstarf.

Listasafn Árnesinga
Listasafn Árnesinga býður upp á fjölbreyttar og metnaðarfullar sýningar sem veita gott
aðgengi að myndlistararfi þeim sem það varðveitir. Safnið kynnir einstaka listamenn á einkaog samsýningum og hefur verið í samstarfi við önnur söfn um sýningar um árabil. Útgáfur safnsins eru til fyrirmyndar þar sem gefin er út vönduð sýningarskrá í tengslum við hverja sýningu, sem er mikilvæg heimild um starf og sýningar safnsins.

Safnið heldur úti markvissu fræðslustarfi þar sem unnið er með mismunandi skólastigum,
listamönnum, fræðimönnum og almenningi. Námskeið og smiðjur eru haldnar reglulega fyrir almenning þar sem gefst kostur á að vinna með mismunandi miðla í tengslum við sýningar safnsins.

Listasafn Árnesinga var á sínum tíma fyrsta listasafnið utan höfuðborgarsvæðisins sem opið var almenningi og hefur sýnt sig og sannað sem öflugt og framsækið listasafn.

Mat valnefndar er að sú áhersla í sýningarhaldi sem fylgir meginmarkmiði Listasafns
Árnesinga um að efla áhuga, þekkingu og skilning almennings á sjónlistum sé til fyrirmyndar. Safnið beitir árangursríkum aðferðum í fræðslu með umræðum og uppákomum, sem bera vitni um metnað, fagmennsku og nýsköpun.

Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands
Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði menningarminja og leiðandi á sínu sviði. Þar er
varðveittur mikilvægur minjaauður þjóðarinnar, sem er í senn kveikja þekkingar og
nýsköpunar.

Undanfarin ár hefur Þjóðminjasafn Íslands tekið framfaraskref í varðveislumálum sem eru öðrum söfnum til fyrirmyndar. Rannsókna- og varðveislusvið safnsins hefur aukið þekkingu safnmanna á fyrirbyggjandi þáttum forvörslu og mikilvægi réttrar meðhöndlunar safngripa með útgáfu Handbókar um varðveislu safnkosts, sem aðgengileg er á vefsíðu safnsins. Góð varðveisla þjóðminja er forsenda þess að framtíðin þekki þann auð og geti nýtt sér hann.

Árið 2016 var tekið í notkun nýtt varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands á
Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. Húsnæðið var innréttað sérstaklega eftir þeim kröfum sem
sérfræðingar safnsins settu til þess að tryggja kjöraðstæður til varðveislu safngripa. Aðstaða til þess að sinna varðveislu er til fyrirmyndar; vinnuaðstaða fyrir móttöku gripa og skráningu ásamt vel útbúnu forvörsluverkstæði. Rými til rannsókna er stórbætt og fræðimönnum og nemendum er gefið færi á að nýta safnkostinn í verkefnum sínum. Varðveislu- og rannsóknasetrið styður mjög vel við markmið safnastefnu á sviði menningarminja þar sem aðstæður hafa verið skapaðar til að gera starfsfólki enn betur kleift að vinna faglega og á vandaðan hátt með safnkostinn um leið og rækt er lögð við starfsumhverfið til að styðja við markmið safnastarfsins.

Mat valnefndar er að varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands muni hafa
afgerandi áhrif á fagleg vinnubrögð starfsmanna safna um allt land. Með því er tónninn
gefinn fyrir framtíðarvarðveislu þjóðargersema.

Fréttatilkynning – Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá framboða?

Sveitarstjórnarkosningar 2018 og söfnin í landinu

Undanfarnar vikur hafa stjórnir FÍS, félag íslenskra safnafræðinga og FÍSOS, ásamt fagdeild safnamanna innan fræðagarðs, unnið að ályktun um stöðu safna í sveitarfélögum á Íslandi í tilefni af sveitarstjórnarkosningum nú í vor. Ályktun verður send flokkunum þann 6. apríl og fréttatilkynning á fjölmiðla í kjölfarið.

Þann 25. apríl kl. 16.00 bjóða bréfritarar til fundar með fulltrúum framboðanna í Borgartúni 6, 3. hæð i Reykjavík.

Stjórnir félaganna leita til félagsmanna til að koma ályktuninni til sem flestra frambjóðanda. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sendið póst á stjorn@safnmenn.is.

Nú er lag kæru félagar að efla sýnileika safna og opna enn frekar á umræðuna um mikilvægi þeirra líkt og félagsmenn hafa rætt á farskólum félagsins undanfarin ár.Fréttatilkynning – Framtíð safna á Íslandi: Eru söfn á stefnuskrá flokka?
Félag íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS), Félag íslenskra safnafræðinga (FÍS) og fagdeild safnmanna innan Fræðagarðs hvetur til umræðu meðal frambjóðenda til sveitarstjórnakosninga 2018 um stöðu safna landsins. Sveitarfélög landsins reka flest a.m.k eina stofnun sem fellur undir safnalög. Ábyrgð sveitarfélaganna er því rík, bæði er varðar rekstur safna og framtíðarsýn í málaflokknum.

Söfn eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni á Íslandi, innan menningar- og efnahagslífs. Árlega sækja þau rúmlega 1.000.000 gestir á landsvísu. Söfn landsins safna, rannsaka og miðla menningararfinum og varðveita hann til framtíðar.

Félagsmenn FÍSOS, FÍS og fagdeildar Fræðagarðs hafa metnað fyrir faglegu safnastarfi á Íslandi. Framtíðarskipulag safna er félagsmönnum efst í huga. Þess vegna óska félagsmenn framboð og flokka um stefnu er viðkemur málefnum safna í þeirra sveitarfélagi.

Félögin hafa í sameiningu sent ályktun til þeirra einstaklinga og stjórnmálaflokka sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Óskað er eftir viðbrögðum við ályktuninni og þeim spurningum sem þar eru settar fram.

Félögin bjóða fulltrúum flokkanna á umræðufund 25. apríl 2018 kl. 16.00 í Borgartúni 6, 3. hæð, þar sem málefni safna verða til umfjöllunar.Léttar veitingar í boði.

Opið bréf til Byggðarráðs Skagafjarðar frá Félagi íslenskra safna og safnmanna. 16.03.2018.


Mynd - Hér tekin eftir heimasíðu Byggðasafns Skagafirðinga

Opið bréf til Byggðarráðs Skagafjarðar

Reykjavík 16. mars 2018.

Efni: Staða Byggðasafns Skagfirðinga.

Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna lýsir yfir áhyggjum af stöðu Byggðasafns Skagfirðinga þar sem nú ríkir óvissa um aðbúnað starfsfólks og varðveislu safngripa. Starf Byggðasafns Skagfirðinga hefur verið blómlegt og til fyrirmyndar í íslensku safnastarfi um langt skeið og hlaut Íslensku safnaverðlaunin árið 2016.

Byggðasafnið hefur sterkar rætur í samfélaginu enda hafa íbúar þess falið safninu menningarverðmæti til varðveislu frá 1948. Að eiga og reka safn er ekki skammtímaverkefni. Að varðveita menningarminjar sem íbúar sveitafélagsins hafa falið safninu að varðveita er ekki léttvægt verkefni.

Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna skorar á eigendur Byggðasafns Skagfirðinga að setja faglegt safnastarf ekki í uppnám og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir safnkost, sýningar og starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga í samráði við það.

Með vinsemd og virðingu,

f.h. stjórnar FÍSOS,
Helga Maureen Gylfadóttir

Stjórn FÍSOS skipa:
Formaður: Helga Maureen Gylfadóttir
Varaformaður: Gunnþóra Halldórsdóttir
Gjaldkeri: Jón Allansson
Ritari: Ingibjörg Áskelsdóttir
Meðstjórnandi: Linda Ásdísardóttir
Varamenn: Haraldur Þór Egilsson og Hjörtur Þorbjörnsson

 

Eftirfarandi bréf er birt á heimasíðu FÍSOS sem og á samfélagsmiðlum félagsins.
Bréfið er einnig sent til fjölmiðla.

Farskóli 2018 – Lokadagur skráningar 28. febrúar 2018

Kæru safnmenn,

tíminn æðir áfram og nú er bara ein vika til stefnu fyrir þá sem eiga enn eftir að skrá sig á farskóla safnmanna í Dublin.

Lokað verður fyrir skráningu á miðnætti miðvikudag 28. febrúar.

Skráning fer fram á vefsíðu FÍSOS, sjá undir flipanum Farskóli.

Greiða þarf 35.000 kr. staðfestingargjald í síðasta lagi 1. mars á reikninginn 0301-26-074634 (kt. 441089-2529).

Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Munið að geta nafns ykkar í tilvísun.

Farskóli í Dublin 11. – 14. september 2018
Drög að dagskrá

11. september
Flug um morgun til Dublin.
Farið verður beint af flugvelli í hádegisverð á kastalaslóðir til Malahide og að því loknu verður útsýnisferð um Dublin.
Eftir að fólk hefur bókað sig inn á hótel um kl. 15 verða fyrstu söfnin heimsótt í hópum.
Um kvöldið getur fólk valið að fara í bókmennta- og pöbbagöngu í fylgd heimamanna eða ráða sér sjálft.

12. september
Safnaheimsóknir í hópum fyrir og eftir hádegi.
Gina O’Kelly, formaður The Irish Museums Association, mun halda erindi.
Í lok dags heimsækir allur hópurinn sýningu Guinness-verksmiðjunnar í Dublin.

13. september
Safnaheimsóknir fyrir hádegi í hópum.
Seinni partinn verður frjáls tími. Fólk er hvatt til að heimsækja söfn og sýningar að eigin vali.
Árshátíð og dansiball um kvöldið.

14. september
Heimför.

Dæmi um söfn sem verða heimsótt í ferðinni:

• The National Museum of Ireland (Archaeology, Natural History og Decorative Arts & History)
• The Tenement Museum
• GPO
• The National Gallery of Ireland
• Chester Beatty Library
• Kilmainham Gaol
• The Little Museum of Dublin
• Epic – the Irish Emigration Museum
• Irish Museum of Modern Art
• Photographic Archive
• The Book of Kells & Old Library
• Hugh Lane Gallery
…og mörg fleiri!

Kærar kveðjur,
Helga, Hlín og Þóra

Textílnámskeið – Sýning, pökkun og geymsla textíla á söfnum

Staður: Borgarsögusafni Reykjavíkur – Árbæjarsafni
Stund: Mánudaginn 23. apríl 2018, kl. 9.00 – 16.00

Námskeiðið byggir á handbókinni: Sýning, pökkun og geymsla textíla á söfnum eftir Þórdísi Baldursdóttur forvörð, sem leiðbeinir á námskeiðinu.

Fjallað verður um fyrirbyggjandi forvörslu textíla í safngeymslum og á sýningum, til dæmis meðhöndlun, uppsettningu, hirslur og umhverfi. Skoðaðar verða mismunandi pökkunaraðferðir fyrir ólíkar gerðir textíla sem algengir eru á íslenskum söfnum.

Textílgeymsla Borgarsögusafnsins í nýju varðveisluhúsi, Vörðunni, í Árbæjarsafni verður heimsótt. Undirstöðuatriði við gerð búningagínu verða kynnt og þátttakendur búa til sérsniðin þrívíð form fyrir textíla frá eigin safni.

Handbókin er aðgengileg á heimasíðu Íslandsdeildar, Félags norrænna forvarða, nkf.is/itarefni og á heimasíðu safnaráðs.

Námskeiðið er samstarfsverkefni FÍSOS og NKF – Ísland. Safnaráð og Mennta – og menningarmálaráðuneytið styrkja námskeiðið.

Námskeiðið er eingöngu ætlað félagsmönnum FÍSOS, sem starfa með safnkost.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 8
Námskeiðið er án endurgjalds

Frekari upplýsingar og skráning:
Þórdís Anna Baldursdóttir
forvarslan@gmail.com
gsm: 8462534

Tilkynning frá farskólastjórn vegna Farskóla safnmanna 2018

Kæra safnafólk.

Farskóli safnmanna 2018 verður haldinn dagana 11. – 14. september í Dublin.

Wow ásamt Gaman ferðum munu sjá um að koma farskólanemum á áfangastað og gist verður á O’Callaghan Hotels. Um er að ræða þrjú hótel: The Alex Hotel, The Davenport Hotel og The Mont Clare Hotel sem eru einungis í um mínútu göngufæri hvert við annað. Hótelin eru staðsett á góðum stað í miðborginni (http://www.ocallaghanhotels.com/about-us/ ) og stutt að fara þaðan á helstu söfn borgarinnar.

Tilkynnt verður um heildarupphæð ferðar, staðfestingargjald og skráningu á næstu dögum. Í boði verða tveir verðpakkar þar sem eitt hótelanna býður ódýrari gistingu.

Fjöldi þeirra sem komast í farskólann mun takmarkast við 120 manns svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst þegar opnað hefur verið fyrir skráningu.

Skráningarsíða fyrir farskólann verður sett upp í næstu viku á heimasíðu FÍSOS  þar sem hægt verður að skrá sig í ferðina.

Síðar verður haft samband við farskólanema og þeim kynnt dagskrá farskólans. Þeim gefst þá færi á að skrá sig í safnaheimsóknir og ferðir sem boðið verður upp á.

Það er mér sönn ánægja og heiður að vera skipuð farskólastjóri í ár. Hlín Gylfadóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sitja með mér í farskólanefnd og vinnum við hörðum höndum þessa dagana að því að undirbúa fróðlegan og skemmtilegan farskóla.

Hlökkum til að hitta ykkur í Dublin í haust!

Helga Einarsdóttir, Hlín Gylfadóttir og   Þóra Sigurbjörnsdóttir

keep-calm-we-re-going-to-dublin-2

Farskóli 2018 – Farskólastjórn

Stjórn FÍSOS kynnir með ánægju og stolti farskólastjórn FÍSOS 2018.

Farskólastjóri er Helga Einarsdóttir hjá Þjóðminjasafni Írlands og meðstjórnendur eru Hlín Gylfadóttir hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og Þóra Sigurbjörnsdóttir hjá Hönnunarsafni Íslands.

Farskólastjórn hefur nú þegar hafið störf og vinnur nú að fá tilboð í flug og hótel ásamt því að leggja drög að safnaheimsóknum á Írlandi.

Þær munu á næstu vikum kynna hvaða daga í september 2018 verður haldið út í víking ásamt upplýsingum um kostnað.

Netfang farskólastjórnar er farskoli@safnmenn.is en við biðjum félaga að hinkra með fyrirspurnir þar til fyrsta kynning er afstaðin.

Það er vissa stjórnar FÍSOS að farskólinn 2018 er í öruggum höndum þessarar heiðurs-kvenna og miðað við það sem þegar hefur verið rætt eiga félagsmenn FÍSOS von á fróðlegum, skemmtilegum og óvæntum farskóla.

Stjórn FÍSOS.

Dublin

TILKYNNING – Póstlisti félagsins, safnmenn@safnmenn.is, liggur niðri.

Því miður liggur póstlisti safnmanna, safnmenn@safnmenn.is,  enn niðri síðan kerfishrun varð hjá hýsingaraðilanum 1984.

Stjórn FÍSOS ákvað á stjórnarfundi 14.12 sl. að bíða fram yfir áramót í von um að endurheimta póstlistann en ef ekki úr rætist verður leitað annarra leiða.

Biðum við félagsmenn að nýta sér fésbókarhópa félagsins til að koma tilkynningum frá sér en önnur mál má senda á stjorn@safnmenn.is

https://www.facebook.com/safnmenn/

 

Farskóli 2018 verður á Írlandi

Á aðalfundi félagsins þann 27. september 2017 var samþykkt að halda Farskólann 2018 á erlendri grundu.

Stjórn FÍSOS efndi til kosningar á meðal félaga um áfangastað. Alls tóku 92 þátt og féllu atkvæði þannig:

Amsterdam – 24

Dublin – 28

Pólland – 12

Ísland – 9

Færeyjar – 6

Stokkhólmur – 8

Annað – 5

Í ljósi þessarar niðurstöður var efnt til annarrar kosningar þar sem valið stóð á milli Dublin eða Amsterdam.

Alls tóku 81 félagsmaður þátt  og féllu atkvæði þannig:

Dublin – 51,9% (42 atkvæði)

Amsterdam – 48,% (39 atkvæði)

Stjórn hefst nú handa við að skipa farskólanefnd og vinna að skipulagningu ferðarinnar til Írlands.

Gert er ráð fyrir því að fara í september 2018.

Þeir félagar sem hafa áhuga á að taka þátt í undirbúning ferðarinnar eða hafið góð sambönd á Írlandi sem gætu nýst við skipulagninguna vinsamlegast setjið ykkur í samband við stjórn félagsins, stjorn@safnmenn.is

keep-calm-we-re-going-to-dublin-2

Aðalfundarboð 2017

Stjórn FÍSOS – Félags íslenskra safna og safnmanna boðar hér með til aðalfundar miðvikudaginn 27. september 2017 kl. 13.30 á Kaffi Rauðku, Gránugötu 19, Siglufirði.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins.

3. Reikningar félagsins lagðir fram.

4. Lagabreytingar.

5. Ákveðið árgjald félagsmanna og stofnana.

6. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður

 • kosið verður um stöðu varaformanns, gjaldkeri og ritari.
 • kosið verður um stöðu eins varamanns.
 • Kosning eins skoðunarmanns reikninga til tveggja ára.

8. Farskóli 2018.

9. Heiðursfélagar.

10. Önnur mál.

 • Safnablaðið Kvistur
 • Fyrirlestrarröð FÍSOS – næstu skref.
 • Safnadagurinn 18. maí – fyrirkomulag og frekari framhald.


Stjórn FÍSOS leggur til breytingar á lögum félagsins sem fylgja hér með í viðhengi. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vel fyrirhugaðar breytingar.

Tillögur að lagabreytingum á lögum FÍSOS
Óskað er eftir framboðum til stjórnar í stöðu varaformanns, gjaldkera, ritara og varamanns. Áhugasamir geta lýst yfir framboði með því að senda tölvupóst á stjorn@safnmenn.is eða lýst yfir framboði á aðalfundi. Kjörgengi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald félagsins fyrir aðalfund eða eru heiðursfélagar.

Aðalfundarboð

Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) boðar hér með til aðalfundar þann 14. September næstkomandi kl. 13:30. Fundurinn verður haldinn í Hljómahöll, Reykjanesbæ.

Dagskrá Aðalfundar:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla formanns um störf félagsins. Skýrðir reikningar félagsins. Umræður um þessa liði og afgreiðsla þeirra.
 3. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður.
  • Kosið verður um stöðu formanns og meðstjórnanda.
  • Kosið verður um stöðu eins varamanns.
  • Kosning eins skoðunarmanns reikninga til tveggja ára.
  • Kosning farskólastjóra til eins árs.
 4. Ákveðið árgjald félagsmanna og stofnana.
  • Stjórn félagsins leggur til hækkun á árgjaldi félagsmanna um 2000 kr að því gefnu að tillaga þess um Safnablaðið Kvist verði samþykkt.
 5. Önnur mál.
  • Stjórn félagsins leggur til að FÍSOS taki yfir rekstur og útgáfu safnablaðsins Kvists.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar í stöðu formanns, meðstjórnanda og varamanns. Áhugasamir geta lýst yfir framboði með því að senda tölvupóst á bergsveinnth@gmail.com eða lýst yfir framboði á aðalfundi. Kjörgengi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald félagsins fyrir aðalfund eða eru heiðursfélagar.

Rökstuðningur stjórnar fyrir því að FÍSOS taki yfir rekstur og útgáfu Kvists

Stjórn Físos telur að áframhaldandi útgáfa blaðsins sé íslensku safnastarfi til framdráttar og gæti þar að auki nýst til að auka sýnileika félagsins og efla starf þess. Ef félagið tæki rekstur blaðsins að sér væri hægt að tengja útgáfu þess betur við starfsemi félagsins. Auk þess að vera frábær vettvangur fyrir umfjöllun um söfn og safnatengda starfsemi er blaðið ekki síður kynning fyrir íslenskt safnastarf.

Ritstjórn Safnablaðsins Kvists óskaði eftir því fyrr á þessu ári að FÍSOS tæki yfir rekstur og útgáfu blaðsins. Útgáfa blaðsins er fjármögnuð að mestu með verkefnastyrk úr Safnasjóði en einnig með áskrift, styrktarlínum  og auglýsingatekjum.

Rekstur og útgáfa safnablaðsins Kvists fylgir skuldbinding að standa að útgáfu blaðsins í ákveðinn tíma. Fyrirhugað er að gefa út eitt tölublað á ári, ef tillaga stjórnar verður samþykkt er það ennfremur lagt til að félagsgjöld hækki um 2000 krónur og eintak af safnablaðinu fylgi því félagsaðild.

Hugarflug um safnfræðslu

NAME-mynd

Verið velkomin á hugarflug um safnfræðslu þriðjudaginn 13. september kl. 17 í Gerðarsafni, Hamraborg 4 í Kópavogi. Viðburðurinn er tækifæri fyrir safnkennara og sérfræðinga fræðslu á söfnum og menningarstofnunum að kynnast og ræða hugmyndir, verkefni og áherslur í safnfræðslu.

Á viðburðinum verða verðlaunuð fræðsluverkefni frá Norðurlöndunum kynnt og boðið upp á sjónleiðsögn um sýningarnar SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR í Gerðarsafni. Að leiðsögn lokinni fara fram umræður og hugarflug þar sem þátttakendum gefst færi á að ræða eigin verkefni, finna sameiginlegar lausnir og skiptast á hugmyndum. Á meðan á umræðum stendur er boðið upp á léttan kvöldverð í Garðskálanum á neðri hæð Gerðarsafns.

Viðburðurinn fer fram á ensku þar sem verða þátttakendur frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi. Þátttaka er gjaldfrjáls. Takmarkaður fjöldi kemst að á viðburðinn og er tekið við skráningum á netfangið brynjas@kopavogur.is til miðvikudagsins 7. september.

Viðburðurinn er í boði samtakanna NAME (Nordic Association for Museum Education), sem er norrænt tengslanet fyrir starfsmenn og sérfræðinga fræðslu á söfnum og menningarstofnunum. NAME samanstendur af fimm norrænum félögum: FÍSOS (Ísland), SFF (Noregur), FUISM (Svíþjóð), Pedaali (Finnland) og MiD (Danmörk). Markmið NAME er að efla tengsl starfsmanna á sviði fræðslu og veita meðlimum félaganna tækifæri til að miðla eigin þekkingu og læra af reynslu samstarfsmanna á Norðurlöndunum. Tengslanetið vinnur að því að búa til vettvang þar sem hægt er að byggja upp samstarfsverkefni og auka samskipti á milli landa. Þar að auki getur öflugt tengslanet vakið athygli á safnfræðslu og mikilvægi þess í starfi safna og menningastofnanna.

Byggðasafn Skagfirðinga fær safnaverðlaunin

Byggðasafn Skagfirðinga hlaut íslensku safnaverðlaunin 2016. Voru þau afhent við hátíðlegt tilefni á Bessastöðum 13. júlí síðastliðinn. FÍSOS óskar byggðasafninu til hamingju með verðlaunin!

Fulltrúar Byggðasafns Skagfirðinga taka hér við íslensku safnaverðlaununum 2016

Fulltrúar Byggðasafns Skagfirðinga taka hér við íslensku safnaverðlaununum 2016

Í rökstuðningi dómnefndar segir um Byggðasafn Skagfirðinga

Starf­semi Byggðasafns Skag­f­irðinga er fjölþætt og metnaðarfull. Þar er fag­mann­lega að verki staðið og hver þátt­ur fag­legs safn­a­starfs unn­inn í sam­ræmi við staðfesta stefnu og starfs­áætlan­ir.

Í safn­inu er ríku­leg­ur safn­kost­ur sem safn­ast hef­ur allt frá stofn­un þess árið 1952 og um þess­ar mund­ir beita starfs­menn aðferðum við söfn­un, skrán­ingu, rann­sókn­ir og miðlun sem mæta kröf­um sam­tím­ans um safn­störf. Byggðasafnið legg­ur áherslu á að rækta sam­starf við stofn­an­ir og fyr­ir­tæki heima og heim­an. Sú sam­vinna og samþætt­ing skip­ar safn­inu í flokk með fremstu safna á Íslandi í dag.

Öflug­ar og sér­hæfðar rann­sókn­ir safns­ins varpa ljósi á mannauð sem það býr yfir og sýna fram á hvers byggðasöfn eru megn­ug þegar þau hafa náð viður­kennd­um sessi. Í safn­inu fara fram rann­sókn­ir á safn­kost­in­um auk víðtækra forn­leifa­rann­sókna í héraðinu, oft í alþjóðlegu sam­starfi. Skrán­ing, kennsla og rann­sókn­ir á starfs­sviði safns­ins hafa enn frek­ar víkkað út starfs­svið safns­ins og birt­ast m.a. í gegn­um Forn­verka­skól­ann og bygg­ing­ar­sögu­rann­sókn­ir. Gefn­ar eru út rann­sókna­skýrsl­ur og sýn­inga­skrár sem eru jafn­framt aðgengi­leg­ar í gagna­banka á vefsíðu safns­ins.

Starf­semi safns­ins nær langt út fyr­ir eig­in­lega staðsetn­ingu þess. Sýn­ing­ar þess eru víðar um héraðið en í höfuðstöðvun­um að Glaum­bæ, s.s. sýn­ing­in í Minja­hús­inu á Sauðár­króki og aðal­sýn­ing í Vest­urfara­setr­inu á Hofsósi, sem einnig er dæmi um sam­starfs­verk­efni und­ir und­ir fag­legri hand­leiðslu byggðasafns­ins. Sam­starf við skóla, upp­eld­is­stofn­an­ir og fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu, sem og sam­starf í miðlun og sýn­inga­gerð sýn­ir hvernig safn get­ur aukið fag­mennsku í sýn­inga­gerð, ferðaþjón­ustu og miðlun menn­ing­ar­arfs.

Safnið hef­ur á að skipa hæfu starfs­fólki sem með vök­ul­um áhuga og metnaði hef­ur tek­ist  að skipa safn­inu í flokk með þeim fremstu sinn­ar teg­und­ar á Íslandi.

Norrænt samstarf á sviði safnfræðslu

Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) tekur þátt í norrænu samstarfsneti undir heitinu NAME (Nordic Associations of Museum Education). Á síðasta ári var gefið út rit um safnfræðslu á norðurlöndunum, þar sem vel heppnuð verkefni frá hverju landi voru útlistuð. Um er að ræða “praktíska handbók” sem hugsuð var til hagnýtingar fyrir alla starfsmenn á sviði safnfræðslu.

13450076_522451994618139_7669507359963485280_n

Fulltrúar FÍSOS sóttu fund með öllum fulltrúum tengslanetsins í Kaupmannahöfn þann 21. júní síðastliðinn. Þar var verið að ræða áframhaldandi samstarf og hvernig efla megi starf tengslanetsins. NAME fékk styrk til að skipuleggja viðburði næsta vetur og fyrirhugað er að halda einn hér á landi í september. Nánari upplýsingar um það þegar nær dregur!

Þar að auki var rætt um tilurð og tilgang NAME. Hvers er að vænta af samstarfi sem þessu? Norrænt tengslanet á sviði safnfræðslu er mikilvægt m.a. til þess að víkka sjóndeildarhring starfsmanna íslenskra safna. Við eigum margt sameiginlegt með norrænum kollegum okkar, með öflugu tengslaneti gefst tækifæri til að miðla eigin þekkingu og læra af reynslu annarra norrænna starfsmanna á sviði safnfræðslu.

Hluti af því að byggja upp öflugt tengslanet er að heyra hvað félagar FÍSOS sjá fyrir sér með samstarfi sem þessu. Hvað vilja félagsmenn fá út úr samstarfi sem þessu? Allar ábendingar, hugmyndir og vangaveltur eru vel þegnar! Áhugasamir eru beðnir um að senda línu á hina íslensku NAME fulltrúa.

Fulltrúar FÍSOS í tengslanetinu eru Brynja Sveinsdóttir, Gerðarsafni, og Bergsveinn Þórsson, formaður FÍSOS.

Rekstur og útgáfa safnablaðsins Kvists á vegum FÍSOS?

Stjórn FÍSOS hefur borist beiðni þess efnis að taka yfir útgáfu safnablaðsins Kvists,

Safnablaðið Kvistur er tímarit um safnamál á Íslandi. Það hefur komið út tvisvar og hlotið góðar viðtökur.

Stjórn Físos telur að áframhaldandi útgáfa blaðsins sé íslensku safnastarfi til framdráttar og gæti þar að auki nýst til að auka sýnileika félagsins og efla starf þess. Með breytingunni væri hægt að tengja útgáfu þess betur við starfsemi félagsins, en auk þess að vera frábær vettvangur fyrir umfjöllun um söfn og safnatengda starfsemi er blaðið ekki síður kynning fyrir íslenskt safnastarf.

Ritstjórn Safnablaðsins Kvists óskaði eftir því fyrr á þessu ári að FÍSOS tæki yfir rekstur og útgáfu blaðsins. Útgáfa blaðsins er fjármögnuð að mestu með verkefnastyrk úr Safnasjóði en einnig með áskrift, styrktarlínum  og auglýsingatekjum. Erlendis er útgáfa slíkra tímarita oftar en ekki í höndum félaga safnafólks.

Rekstur og útgáfa safnablaðsins Kvists fylgir skuldbinding að standa að útgáfu blaðsins í ákveðinn tíma. Fyrirhugað er að gefa út eitt tölublað á ári, en áskrift gæti verið tengd félagsaðild (með tilheyrandi hækkun á árgjaldi).

Stjórn FÍSOS hefur tekið vel í þessa beiðni og hefur fundað með fulltrúum safnablaðsins um málið. Búast má við því að ákvörðunin verði lögð til samþykktar á næsta aðalfundi félagsins.

Stjórn FÍSOS óskar eftir viðbrögðum, hugmyndum og öðrum vangaveltum, í tengslum við hugsanlega ,,yfirtöku“.  Sendist á bergsveinnth@gmail.com

 

 

Íslensku safnaverðlaunin 2016

Tilnefningar til íslensku safnaverðlaunanna

Tilkynnt var um tilnefningar til Safnaverðlaunanna 2016 í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum á Íslandi, 18. maí í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi.

TILNEFNINGAR DÓMNEFNDAR Í STAFRÓFSRÖÐ:

Byggðasafn Skagfirðinga

Starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga er fjölþætt og metnaðarfull. Þar er fagmannlega að verki staðið og hver þáttur faglegs safnastarfs unninn í samræmi við staðfesta stefnu og starfsáætlanir.

Í safninu er ríkulegur safnkostur sem safnast hefur allt frá stofnun þess árið 1952 og um þessar mundir beita starfsmenn aðferðum við söfnun, skráningu, rannsóknir og miðlun sem mæta kröfum samtímans um safnstörf. Byggðasafnið leggur áherslu á að rækta samstarf við stofnanir og fyrirtæki heima og heiman. Sú samvinna og samþætting skipar safninu í flokk með fremstu safna á Íslandi í dag.

Öflugar og sérhæfðar rannsóknir safnsins varpa ljósi á mannauð sem það býr yfir og sýna fram á hvers byggðasöfn eru megnug þegar þau hafa náð viðurkenndum sessi. Í safninu fara fram rannsóknir á safnkostinum auk víðtækra fornleifarannsókna í héraðinu, oft í alþjóðlegu samstarfi. Skráning, kennsla og rannsóknir á starfssviði safnsins hafa enn frekar víkkað út starfssvið safnsins og birtast m.a. í gegnum Fornverkaskólann og byggingarsögurannsóknir. Gefnar eru út rannsóknaskýrslur og sýningaskrár sem eru jafnframt aðgengilegar í gagnabanka á vefsíðu safnsins.

Starfsemi safnsins nær langt út fyrir eiginlega staðsetningu þess. Sýningar þess eru víðar um héraðið en í höfuðstöðvunum að Glaumbæ, s.s. sýningin í Minjahúsinu á Sauðárkróki og aðalsýning í Vesturfarasetrinu á Hofsósi, sem einnig er dæmi um samstarfsverkefni undir undir faglegri handleiðslu byggðasafnsins. Samstarf við skóla, uppeldisstofnanir og fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem og samstarf í miðlun og sýningagerð sýnir hvernig safn getur aukið fagmennsku í sýningagerð, ferðaþjónustu og miðlun menningararfs.

Safnið hefur á að skipa hæfu starfsfólki sem með vökulum áhuga og metnaði hefur tekist að skipa safninu í flokk með þeim fremstu sinnar tegundar á Íslandi.

Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn

Ásmundur Sveinsson var einn frumkvöðla höggmyndalistar á Íslandi. Honum auðnaðist löng og starfssöm ævi og eftir hann eru listaverk, sem hann tryggði örugga framtíð með því að ánafna þeim Reykjavíkurborg eftir lát sitt, ásamt eintöku húsi sínu við Sigtún í Reykjavík.

Við stofnun safnsins árið 1983 var strax ákveðið að stefna þess yrði að leggja áherslu á að halda á lofti verkum listamannsins og gildum. Það er gert með því að tengja þau strauma og stefnum líðandi stundar í samspili við verk valinna, ungra listamanna.

Í Ásmundarsafni hefur síðustu misseri tekist einkar vel að halda uppi lifandi samræðu bæði við listasöguna jafnt og samtímann með vel skipulagðri sýningarstefnu. Valin eru til sýningar verk starfandi listamanna eða þeim boðið að gera ný verk og þau sett í samhengi við safnkostinn og vinnuaðferðir Ásmundar með vel útfærðri sýn sýningarstjóranna. Þannig er sýn okkar á verk þessa mikla meistara endurnýjuð með reglulegu millibili, sem um leið varpar nýju ljósi á íslenska listasögu og túlkun okkar á henni. Þannig sýnir safnið hvernig mögulegt er halda safnkosti í stöðugri endurskoðun með því að velta upp nýjum flötum og skoðunum frá ólíkum sjónarhornum virkra listamanna í samtímanum. Þá hafa verið gefin út rit og bækur um list og persónusögu Ásmundar og lögð er áhersla á útgáfu fræðsluefnis, sem tryggir miðlun á stórmerkum arfi listamannsins

Ásmundarsafn er einmenningssafn, sem skarar fram úr á landsvísu. Aðferðir sem hafðar eru að leiðarljósi í starfi safnsins sýna að vel hefur tekist að glæða safnið og halda markvisst á lofti minningu og listsköpun merks myndhöggvara, sem markaði spor með listsköpun sinni og mun áfram gera það í gegnum metnaðarfulla starfsemi safnsins.

Sjónarhorn

Sýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands. Samstarfið markar tímamót í safnastarfi á Íslandi, en afar vel hefur tekist að leiða saman þessar ólíku stofnanir í því markmiði að miðla sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Þá heiðrar sýningin Safnahúsið sjálft á viðeigandi hátt, sem upphaflega var byggt til að varðveita og miðla menningarminjum úr ólíkum áttum.

Sjónarhorn býður gestum í leiðangur um íslenskan myndheim frá fortíð til nútíðar. Sýningin státar af forngripum, handverki, náttúruminjum, listaverkum, handritum, hönnun og ýmiss konar skjölum, sem saman mynda marglaga sýn. Þessi nálgun hvetur áhorfandann til að velja sér sitt sjónarhorn um leið og honum er ljóst að ekki er til neitt eitt réttmætt sjónahorn. Þá eru það nýmæli hér á landi að menningararfur á svo á víðtæku tímabili sé skoðaður með sjóngleri listasögunnar og hins fagurfræðilega, en í því tilliti er sýningin endurskoðun á þröngri túlkun muna af því tagi sem á henni er til sýnis. Þannig færir sýningin okkur nýjar menningarlegar víddir og viðmið sem beitir annarskonar lestri á sögunni og skilar jafnvel nýjum skilningi á menningarsögu okkar.

Sýningarstjórnun er afar vönduð og byggir á heildstæðri og ígrundaðri afstöðu til safnkostar allra hlutaðeigandi stofnana. Unnið út fyrir hefðbundin flokkunarkerfi safna, sem brotin eru niður og gripir látnir tala sínu máli í krafti sjónrænna áhrifa fremur en eðliseiginleikum eða tegundum. Þá ríkir skýr meðvitund um að sú nálgun sem hér er beitt taki mið af því áður hefur verið gert á safnasviðinu, og að á sama tíma sé hún lituð af þeim samtíma sem sýningin sprettur úr. Sýningin er þannig í áhugaverðu samtali við sögu og hlutverk safna í samtímanum, sem gerir áhorfandann um leið meðvitaðan um vald safnastofnana og sýningastjórans sjálfs til að hafa áhrif á sjálfsímynd þjóða. Þá fellur hönnun sýningarinnar fullkomlega að þessu markmiði og minnir á furðustofur endurreisnarinnar (e. cabinets of curiosity), þar sem ólíkum gripum ægir saman og ekki er gerður stigveldismunur á náttúruminjum, menningarminjum og listaverkum.

Mjög ítarleg leiðsögn fylgir sýningunni, hvort sem er á vef, í hljóðleiðsögn eða smáforriti fyrir síma, og þannig er nútíma safnatækni vel nýtt. Upplýsingar á vef er auðvelt að finna og hægt er að kafa á dýptina í efni um einstaka gripi. Prentuð sýningarskrá er sömuleiðis vönduð og fagurlega hönnuð.

FÓTUM KIPPT UNDAN FAGLEGU SAFNASTARFI

Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar sameiningar Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands. Líkt og kemur fram í frumvarpsdrögum þarf að setja skorður á rannsóknarstarf Þjóðminjasafns Íslands til þess að hægt sé að gæta sjónarmiða samkeppnislaga vegna sameiningar. Félagið telur að með sameiningu hverfi Þjóðminjasafnið frá rannsóknahlutverki sínu þar sem slíkt samræmist ekki hlutverki fyrirhugaðrar Þjóðminjastofnunar, sem við breytinguna verður stjórnsýslustofnun. Félagið telur að breytingin muni rýra gildi Þjóðminjasafns Íslands sem og trúverðugleika þess, en almennt er talið innan safnafræði að rannsóknarhlutverk safna renni stoðum undir þá framþróun og nýsköpun sem nauðsynleg sé í safnastarfi.

Stjórn FÍSOS telur það litlu skipta þótt Þjóðminjasafn Íslands verði undirstofnun fyrirhugaðrar Þjóðminjastofnunar þar sem ekki verði um raunverulegan aðskilnað framkvæmda- og stjórnsýsluvalds að ræða. Sú stefna var upphaflega mörkuð með vinnu að lögum um menningjarminjar, þar sem nauðsynleg aðgreining stjórnsýslu og framkvæmdar var fest í sessi. Þá vill félagið minna á að Þjóðminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum, auk Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands. Skerðingin sem óhjákvæmilega verði á starfsemi Þjóðminjasafns Íslands við fyrirhugaða breytingu muni draga úr vægi þess sem eitt af þremur skilgreindum höfuðsöfnum samkvæmt safnalögum nr. 141/2011

FÍSOS gagnrýnir að fyrir liggur illa undirbúið frumvarp sem virðist að engu leyti bera hag starfsemi stofnananna tveggja í fyrirrúmi. Með frumvarpinu er verið að ráðast í miklar breytingar á skömmum tíma og ekki var haft samráð við hagsmunaaðila. Þá telur félagið ámælisvert að forsendur frumvarpsins og þær ástæður sem liggi að baki fyrirhugaðrar sameiningar séu óljósar, en slíkt geti aðeins leitt til ómarkvissra athugasemda af hálfu hagsmunaaðila.

Í ljósi þessa skorar stjórn FÍSOS á forsætisráðuneytið að falla frá fyrirhuguðu frumvarpi til laga og fyrirhugaðri sameiningu Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands. Efna þess í stað til víðtæks samráðs við fagfólk og fræðafólk á sviði safna, rannsókna og minjavörslu á Íslandi.

Póstlistinn kominn í lag

Seinni partinn í gær komst póstlistinn loksins í lag. Safnmenn geta því tekið gleði sína á ný og hafist handa við að senda tölvupósta sín á milli sem aldrei fyrr.

Vegna bilunarinnar glötuðust allir póstar sem voru sendir fram að deginum í gær. Því viljum við hvetja alla þá sem hafa sent tölvupósta á milli 11. desember og 15. janúar með mikilvægum upplýsingum, að senda þá aftur ef upplýsingar eiga enn við.

Enn og aftur er beðist velvirðingar á þessum vandræðagangi með póstlistann og vonast er til að slíkt gerist ekki aftur.

Póstlisti safnmanna í ólagi

Póstlisti safnmanna hefur verið óvirkur núna síðan fyrir jól. Unnið er að því að koma listanum aftur í gang þannig að safnafólk getur haldið áfram sínum hefðbundnu póstsendingum.

Bilunin varð til þess að margar jólakveðjur sem áttu að berast til félagsmanna frá söfnum og öðrum kollegum bárust ekki. Beðist er velvirðingar á því sem og öðrum óþægindum sem hafa orðið vegna bilunarinnar.

Á meðan póstlistinn er óvirkur má benda á Facebook síðu félagsins, eins heldur Safnafræði við Háskóla Íslands uppi líflegum hópi á samfélagsmiðlinum.

Norrænn innblástur

FÍSOS er aðili að NAME (Nordic Associations of Museum Education) sem var nú í desember að gefa út rit tileinkað safnfræðslu. Í ritinu er að finna samantekt á vel heppnuðum verkefnum á Norðurlöndunum og að sjálfsögðu eru íslensk verkefni þar á meðal. Ritið ber heitið Nordic Inspiration: Fresh approaches to museum learning.

Nordic Inspiration skartar fjölda vel heppnaðra fræðsluverkefna hjá norrænum söfnum. Það endurspeglar þá miklu grósku sem á sér stað í fræðslumálum safna þessara landa. Útgáfan er fyrst og fremst hugsuð sem praktísk handbók sem nýst getur starfsfólki safna og allra þeirra sem koma að fræðslumálum á menningarsviðinu. Ritið á að veita innblástur til ennfrekari grósku og metnaðarfullra verkefna. Ritið samanstendur af greinum, viðtölum og myndasyrpum um fjögur til fimm verkefni frá hverju landi. Verkefnin eru fjölbreytileg en eiga það sameiginlegt að hafa nú þegar komið til framkvæmdar. Hér er því um að ræða samansafn verkefna sem hafa gefist vel og sum þeirra hafa jafnvel unnið til verðlauna í sínu heimalandi.

Hægt er að sækja Nordic Inspiration á rafræni formi hér.
NAME-FIsos

Safnadagurinn 18. maí 2016

Kæra safnafólk,

Stjórn FÍSOS ákvað nú nýlega að leggja til að safnadagurinn í ár verði þann 18. maí. Að venju er dagurinn haldinn í samstarfi við Íslandsdeild ICOM. Markmiðið með deginum er að kynna og efla faglegt safnastarf á Íslandi.

Á síðasta ári var íslenski safnadagurinn færður nær alþjóðlega Alþjóðlega safnadeginum og var haldinn þann 24. maí 2015. Í ár vill félagið ganga skrefinu lengra og halda daginn hátíðlegan sama dag og alþjóðlega safnadaginn. Með því móti geta söfn nýtt betur kynningarefni frá ICOM og vakið meiri athygli á sinni starfsemi og finna sig frekar sem hluta að alþjóðlegu safnasamfélagi í kringum þennan dag.

Einnig er vert að benda á að 18. maí 2016 er miðvikudagur!

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. ICOM leggur til þema ár hvert og 2016 er unnið eftir yfirskriftinni „Söfn og menningarlandslag” (e. Museums and cultural landscape). Að halda safnadaginn í samhengi við þann alþjóðlega gefur aukin tækifæri til þess að vinna markvisst að því að efla faglegt safnastarf með ákveðið alþjóðlegt þema að leiðarljósi hverju sinni.

http://icom.museum/activities/international-museum-day/imd-2016/

Við viljum endilega heyra hvað ykkur finnst um þessar breytingar.

Kveðja f.h stjórnar Elísabet

Tónlistararfi þjóðarinnar fleygt á dyr?

Stjórn Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) gagnrýnir ákvörðun Kópavogsbæjar að skera niður framlag til reksturs Tónlistarsafns Íslands.

Félagið mótmælir einnig því að ákvörðunin sé tekin einhliða án sýnilegs samráðs. Tónlistararfur þjóðarinnar er í húfi og það á ekki að vera í höndum sveitastjórnar einnar og sér að tefla honum í tvísýnu. Með ákvörðuninni er Kópavogsbær að leggja í hættu vinnu við varðveislu og miðlun íslensks tónlistararfs. Vinnu sem hefur vakið verðskuldaða athygli víða og er tekin til fyrirmyndar innan lands sem utan.

Samkvæmt íslenskum safnalögum eru söfn varanlegar stofnanir. Rekstur safna krefst skuldbindingar sem á ekki að hlaupast undan í hálfkæringi eða með geðþóttaákvörðunum. FÍSOS hvetur bæjarráðsfulltrúa Kópavogsbæjar að endurskoða ákvörðun sína og standa undir þeim skuldbindingum sem bærinn hefur gengist undir.

FÍSOS leggur áherslu á að bærinn leggi allt í sölurnar til að leysa þann ágreining sem komið hefur upp við Mennta- og menningarmálaráðuneyti svo það sé hægt að halda uppi því mikilvæga starfi sem unnið hefur verið á Tónlistarsafni Íslands. Velvilji beggja aðila þarf til að viðunandi lausn finnist í málinu.

Virðingarfyllst,

Bergsveinn Þórsson, Formaður Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS)

Skýrsla farskólans 2014

Skýrsla farskólans 2014 hefur litið dagsins ljós. Þar er farið ítarlega í skipulagningu ferðalagsins til Berlínar, ferðina sjálfa og upplifun farskólanemenda.

Farskólastjórn ársins 2014 á mikið hrós skilið fyrir einstaka skipulagshæfileika og vel heppnaða ferð sem safnafólk landsins mun lengi njóta góðs af.

Skýrsluna má nálgast hér: Farskóli 2014 Berlín

 

Dagskrá Málþings um safnfræðslu

Þann 27. apríl næstkomandi mun Þjóðminjasafnið og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa fyrir málþingi um safnfræðslu. Málþingið verður haldið í Safnahúsinu við Hverfisgötu á milli 13:00 og 17:15. Allir velkomnir!

Dagskrá

13:00-13:20 – Bergsveinn Þórsson, verkefnastjóri safnfræðslu á Borgarsögusafni Reykjavíkur:
Safnfræðsla í sókn, safnfræðsluráð og norrænt samstarf

13:30 -13:50 – Bryndís Sverrisdóttir sviðsstjóri miðlunarsviðs á Þjóðminjasafni Íslands:
Saga íslenskrar safnfræðslu og staðan í dag

14:00-14:20 – Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent í safnafræði við Háskóla Íslands:
Viðbótardiplóma í safnfræðslu

14:20-15:00 – Kaffi

15:00–15:20 – AlmaDís Kristinsdóttir, doktorsnemi í safnafræði:
Fagleg nálgun í fræðslumálum safna: hindranir og möguleikar

15:30 -15:50 – Hlín Gylfadóttir safnfræðslufulltrúi:
Safnfræðsla í sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu

15:50-16:00 – Stutt hlé

16:00-17:15 – Markaðstorg hugmyndanna! Stuttar kynningar á fræðslustarfi safna: (7 mín. kynning og 3 mín fyrir spurningar)

 • Safnahúsið í Borgarnesi: Guðrún Jónsdóttir kynnir samstarf við tónlistarskóla
 • Menningarmiðstöð Þingeyinga, Húsavík: Sif Jóhannesdóttir  kynnir samstarfsverkefni leikskóla og listasafns.
 • Listasafn Íslands: Björg Erlingsdóttir og Kristín Scheving kynna verkefni Vasulka stofu.
 • Listasafn Reykjavíkur: Klara Þórhallsdóttir kynnir verkefni um útilistaverk í Breiðholti.
 • Borgarsögusafn Reykjavíkur: Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir kynnir hlutverkaleik í Varðskipinu Óðni
 • Þjóðminjasafn Íslands: Helga Einarsdóttir kynnir minningavinnu fyrir aldraða.
 • The Learning Museum: Myndbandskynning á samstarfi safna og skóla í Danmörku.