Warning: assert() has been disabled for security reasons in /var/www/virtual/safnmenn.is/htdocs/wp-includes/sodium_compat/autoload.php on line 67
Farskóli 2025 – FÍSOS
Farskóli íslenskra safna og safnafólks verður haldinn 1.-3. október 2025 í Hótel Selfoss. Farskólastjórn hefur tekið til starfa og er dagskrá í mótun. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti, með fyrirlestrum, málstofum, skoðunarferðum, aðalfundi FÍSOS og glæsilegri árshátíð.
Hver og einn sér um að útvega sér gistingu. Hana er nú þegar hægt að bóka á Hótel Selfoss, sími 480 2500 eða info@hotelselfoss.is og gefa upp bókunarnúmer 61381296. Gisting er möguleg á fleiri stöðum, t.d. SouthCoast Hotel, Bella Hotel, Hostel Selfoss, Gesthúsum og víðar í nágrenni Selfoss.
Vænst er góðrar þátttöku safnafólks á þessa árlegu samveru okkar.
Í farskólastjórn sitja Lýður Pálsson farskólastjóri, Kristín Scheving, Sigurlaugur Ingólfsson og Helga Aradóttir.

Hvenær?

01/10/2025 - 03/10/2025

Hvar?

Selfoss

Skráning