Farskóli íslenskra safna og safnafólks verður haldinn 1.-3. október 2025 í Hótel Selfoss. Farskólastjórn hefur tekið til starfa og er dagskrá í mótun. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti, með fyrirlestrum, málstofum, skoðunarferðum, aðalfundi FÍSOS og glæsilegri árshátíð.
Þegar líður að sumri verður komið upp skráningarsíðu.
Hver og einn sér um að útvega sér gistingu. Hana er nú þegar hægt að bóka á Hótel Selfoss, sími 480 2500 eða info@hotelselfoss.is og gefa upp bókunarnúmer 61381296. Gisting er möguleg á fleiri stöðum, t.d. SouthCoast Hotel, Bella Hotel, Hostel Selfoss, Gesthúsum og víðar í nágrenni Selfoss.
Vænst er góðrar þátttöku safnafólks á þessa árlegu samveru okkar.
Í farskólastjórn sitja Lýður Pálsson farskólastjóri, Kristín Scheving, Sigurlaugur Ingólfsson og Helga Aradóttir.

Hvenær?

01/10/2025 - 03/10/2025

Hvar?

Selfoss

Skráning