Farskóli FÍSOS 2022 – Söfn á tímamótum

Við bjóðum ykkur velkomin á næsta Farskóla FÍSOS sem haldinn verður á Hótel Hallormsstað dagana 21.-23. september 2022 og ber yfirskriftina Söfn á tímamótum. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra, spennandi málstofur, skemmtilegar skoðunarferðir, fjörugar skemmtanir og síðast en ekki síst stórkostlega árshátíð.

Skráning

Skráningarform fyrir Farskólann er að finna hér. Jafnframt biðjum við ykkur um að velja ykkur málstofur um leið og þið skráið ykkur.

Málstofur
Málstofur verða þrisvar á dagskrá og hægt er að velja úr fjórum í hvert sinni. Við biðjum ykkur um að velja alltaf eina málstofu og eina til vara. Nánari upplýsingar um málstofurnar má finna hér.

Farskólagjöld
Farskólagjöld eru 25.000 kr. fyrir félagsmenn í FÍSOS en 35.000 kr. fyrir aðra. Innifalið eru hádegis- og kvöldmatur á miðvikudegi, hádegis- og hátíðarkvöldverður á fimmtudegi og hádegisverður á föstudegi auk morgun- og síðdegishressinga á meðan ráðstefnu stendur.

Athugið að skráning á Farskólann er bindandi. Ef skráður þátttakandi hættir við eftir 31. ágúst greiðist fullt skráningargjald. 

Gisting
Gist verður á Hótel Hallormsstað og er verð á nótt fyrir tveggja manna herbergi 18.900 kr. og verð á eins manns herbergi  14.900 kr. Farskólastjórn bendir á að vegna áætlaðs fjölda farskólagesta er mikilvægt að gestir kanni möguleika á því að deila herbergjum. Hægt er að bæta við sig nótt ef þið viljið koma fyrr eða dvelja lengur. Við hvetjum söfn til að hópskrá fyrir sína hönd sé þess kostur. Bókanir berist til Heiðrúnar hótelstjóra með tölvupósti fyrir 1. maí á heidrun@701hotels.is með fyrirsögninni: Tilboð vegna Farskóla safnamanna

Ferðir
Boðið verður upp á rútuferð frá flugvelli inn í Hallormsstað í tengslum við vélina sem á að lenda á Egilsstöðum á miðvikudagsmorgni kl. 8:30. Síðasti dagskrárliður á föstudegi verður skoðunarferð og í beinu framhaldi af henni verður rútuferð út á flugvöll í veg fyrir vélina sem á að leggja af stað til Reykjavíkur kl. 19:25.

Farskólastjórn:

Elsa Guðný Björgvinsdóttir
Pétur Sörensson
Jónína Brynjólfsdóttir
Elfa Hlín Pétursdóttir

Hvenær?

21/09/2022 - 23/09/2022

Hvar?

Hallormsstaður

Skráning