Velkomin(n) í Hólminn

Farskóli FÍSOS 2021 verður haldinn í Stykkishólmi dagana 13.-15. október 2021.

Áföll og ábyrgð
Raddir framtíðarsýnar

Miðvikudagur 13. október

12:30 – 13:00 Afhending farskólagagna á Hótel Stykkishólmi – Fosshótel
13:00 Kvikmyndabrot frá Kvikmyndasafni Íslands
13:30 Aðalfundur FÍSOS
14:30 Kaffi og kynning Safnaráðs á stefnumörkun um safnastarf
15:00 – 15:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, flytur erindi um náttúrvá á Íslandi
15:30 – 15:50 Hilmar Malmquist safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, flytur erindi um loftlagsvá
16:15 Styrkjaúthlutunaboð Safnaráðs á Amtsbókasafni
19:00 Frjáls tími – Mælum með að bóka borð með fyrirvara á veitingastöðum
22:00 Pub quiz á Fosshóteli – Dómarar og spyrjendur: Imba og Silli

Fimmtudagur 14. október

09:00 Angela Dellebeke, stjórnarmaður Bláa skjaldarins í Hollandi.  How to identify risks within/around your institution, measure to take: crisisteam, working with firebrigade, police etc.
09:45 Nathalie Jacqueminet safnafræðingur, forvörður og stjórnarmaður í Bláa skildinum á Íslandi. Vernd menningararfs í söfnum og öðrum menningarstofnunum á Íslandi.  Hvað getum við gert?
10:00 Kaffi
10:15 – 11:00 Málstofur:

 • Aðalheiður M. Steindórsdóttir, kennari og safnafræðingur – Einstaklingsmiðuð safnfræðsla
  Staðsetning: Litli salur á Fosshóteli
 • Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga – Safnkostur í kössum
  Staðsetning: Hótel Fransiskus, Austurgata 7
 • Lilja Árnadóttir, sjálfstætt starfandi, fyrrum sviðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands – Vá og ábyrgð
  Staðsetning: Stóri salur á Fosshóteli
 • Sara Blöndal, leikmynda og búningahönnuður og mastersnemi í sýningargerð við Listaháskóla Íslands – Tæknin í þjónustu safna
  Staðsetning: Safnaðarheimili Stykkishólmskirkju, Borgarbraut
 • Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við HÍ – Starfsnám á söfnum
  Staðsetning: Æðarsetur Íslands, Frúarstíg 6

11:15 Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar í Þjóðminjasafni Íslands: Hvað er vá? 
11:45 Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands: Stefna listasafna, horft til framtíðar
12:15 Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður Akureyrarstofu: Áskoranir í menningarmálum á Akureyri, safnastefna
12:45 Lög unga fólksins – framtíðar fastagestir. Erindi frá nemendum í Fjölbrautarskóla Snæfellinga
13:15 Hádegismatur á Fosshóteli
13:50 Skoðunarferð um Stykkishólm. Mæting fyrir utan Fosshótel. Muna hlýjan fatnað!
17:00 – 18:00 Móttaka í boði Stykkishólmsbæjar í Vatnasafni
19:00 Fordrykkur á Fosshóteli
19:30 Árshátíð og dansleikur á Fosshóteli

Föstudagur 15. okóber

09:00-10:00 Frjáls fundartími fyrir hópa
10:00-12:00 Safnaráð, vinnustofa um stefnumörkun í safnastarfi
Kaffi og með því
12:00 Pallborð – umræður. Í pallborðinu sitja:

 • Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
 • Baldur Þórir Guðmundsson, sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
 • Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands
 • Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður

13:00 Hádegismatur á Fosshóteli
14:15 Skoðunarferð á Helgafell með Magnúsi A. Sigurðssyni minjaverði Vesturlands [farið á einkabílum] ATH – þátttakendur verði mættir á bílastæðið við Helgafell kl. 14:15.
15:15 Heimsókn á Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn [farið á einkabílum]
Farskóla 2021 slitið

 

Þátttakendur eru hvattir til að fylgast með Facebook-hópnum Farskóli 2021 Stykkishólmi

Skráning

Skráningu í Farskólann lauk 15. september.

 

Farskólagjald

Félagsmenn FÍSOS: 20.000 kr.
Utan félags: 30.000 kr.

Innifalið í gjaldi:
Kaffi og með því í kaffitímum.
Hádegisverður á fimmtudag og föstudag.
Vettvangsferðir í fimmtudegi og föstudegi.
Fordrykkur, matur og skemmtun á árshátíð.

 

Gisting

Þátttakendur eru eindregið hvattir til að bóka gistingu með góðum fyrirvara.

Farskóli er í samstarfi um gistingu við eftirtalda aðila:

Fosshótel – www.islandshotel.is/hotels-in-iceland/fosshotel-stykkisholmur

·         1 manns herbergi m. morgunverði:         13.400 kr.- nóttin
·         2ja manna herbergi m. morgunverði:     15.700 kr.- nóttin
·   Bókið beint á heimasíðu með kóðanum FARSKÓLI2021

 

Hótel Fransiskus – www.fransiskus.is

·         1 manns herbergi m. morgunverði:         13.900 kr.- nóttin
·         2ja manna herbergi m. morgunverði:     17.500 kr.- nóttin
·         Sendið bókanir á netfangið: fransiskus@fransiskus.is og notið kóðann FARSKÓLI 2021. (Ath. 7 herbergi eru með tveimur rúmum, í hinum eru hjónarúm)

Hótel Egilsen – www.egilsen.is

·         Superior m. morgunverði:                          22.000 kr.- nóttin
·         Standard m. morgunverði:                         18.000 kr.- nóttin
·         Single m. morgunverði:                               14.000 kr.- nóttin
·         Sendið bókanir á netfangið: booking@egilsen.is og notið kóðann FARSKÓLI 2021

Akkeri Guesthouse – Akkeri Guesthouse á Facebook

·         2ja manna herbergi m. morgunverði:         15.700 kr.- nóttin
·         3ja manna herbergi m. morgunverði:         16.500 kr.- nóttin
·         Sendið bókanir á netfangið: akkeri@simnet.is og notið kóðann FARSKÓLI 2021

Sýsló Guesthoue – www.syslo.is

·         Superior m. morgunverði (m. baðherbergi):   18.000 kr.- nóttin
·         Standard m. morgunverði:                                 14.000 kr.- nóttin
·         Sendið bókanir á netfangið: booking@egilsen.is og notið kóðann FARSKÓLI 2021

Ýmisir aðrir gistimögleikar eru í boði og má nálgast allar upplýsingar inn á visitstykkisholmur.is en þar er jafnframt að finna upplýsingar um veitingastaði og annað slíkt.

Rútuferð

Engin skipulögð rútuferð verður frá Reykjavík þetta árið. Þátttakendur eru hvattir til að sameinast í bíla eða kanna almenningssamgöngur eins og Strætó.

Farskólastjórn 2021

Hjördís Pálsdóttir, farskólastjóri – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
s. 865 4516 / netfang: hjordis[hjá]norskahusid.is
Guðrún Jónsdóttir – Safnhús Borgarfjarðar
Jón Allansson – Byggðasafnið í Görðum Akranesi
Inga Jónsdóttir – frv. safnstjóri Listasafns Árnesinga
Snæbjörn Guðmundsson – Náttúruminjasafn Íslands

Hvenær?

12/10/2021 - 15/10/2021

Hvar?

Stykkishólmur

Skráning