Söfn í stafrænni veröld

Undanfarna áratugi hefur tækniþróun fjölgað möguleikum safna til miðlunar svo um munar. Íslensk söfn hafa tileinkað sér ólíkar og fjölbreyttar leiðir til að miðla þekkingu og fróðleik. Á Farskóla safnmanna 2017 verður horft til áskorana, ógnana og nýrra möguleika í því samhengi. Hvernig getum við nýtt okkur tæknina til framþróunar og vaxtar? Getur tæknin dregið úr upplifun gesta á sýningum? Hvernig getum við nýtt okkur tækni nútímans til þess að átta okkur á ráðgátum fortíðar og tryggja varðveislu gripa og muna til framtíðar?

Farskólastjórn 2017

Anita Elefsen, farskólastjóri
Steinunn María Sveinsdóttir, Síldarminjasafni Íslands
Haraldur Þór Egilsson, fulltrúi FÍSOS
Sigríður Sigurðardóttir, Byggðasafni Skagafjarðar
Hörður Geirsson, Minjasafninu á Akureyri

Dagskrá

Miðvikudagur 27. september

Kaffi Rauðka

13:00 – 13:30:     Afhending Farskólagagna
13:30 – 14:30:     Aðalfundur FÍSOS
14:30 – 15:00:     Kaffi
15:00 – 15:10:     Setning Farskóla 2017. Anita Elefsen, farskólastjóri
15:10 – 15:40:     Ágústa Kristófersdóttir, Hafnarborg: Hvert erum við komin?

SÖFN Í STAFRÆNNI VERÖLD

Áskoranir – nýjir möguleikar – skýrari sýn. Hvernig getum við nýtt okkur tæknina til framþróunar og vaxtar?

15:40 – 16:00:     Sigrún Kristjánsdóttir, Borgarsögusafni: Áskoranir og krefjandi verkefni – ný sýning Sjóminjasafns Reykjavíkur.
16:00 – 16:20:     Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnadeild RÚV: Safnkostur Ríkisútvarpsins – Gullkistan. Stafræn yfirfærsla á hljóði og mynd
16:20 – 16:40:     AlmaDís Kristinsdóttir, Borgarsögusafni: Níu söfn, sex lönd, norræn ráðherranefnd, ráðuneyti, háskóli, og Reykjavíkurborg: Stafræna menntaverkefnið Biophilia í safnasamhengi
16:40 – 17:10:     Gunnar Holmstad, Nordnorsk Fartoyvernsenter: Photogrammetry
17:10 – 17:20:     Steinunn M. Sveinsdóttir, Síldarminjasafni Íslands: Samantekt og umræður

Síldarminjasafnið

17:30 – 18:00:     Síldarsöltun og bryggjuball á planinu við Róaldsbrakka
18:00 – 19:30:     Móttaka gestgjafa í Bátahúsinu

Fimmtudagur 28. september

Kaffi Rauðka

VARÐVEISLA OG RANNSÓKNIR

Hvernig tryggjum við varðveislu gripa og muna til framtíðar? Hvernig getum við nýtt okkur tækni nútímans til þess að átta okkur á ráðgátum fortíðar?

09:00 – 09:20:     Allan Risbo, Museumstjenesten: Preservation for the future
09:20 – 09:40:     Hörður Geirsson, Minjasafnið á Akureyri: Að búa til nýja þekkingu
09:40 – 10:00:     Gunnþóra Halldórsdóttir, Kvikmyndasafn Íslands: Tvöfalt líf kvikmyndasafns Íslands
10:00 – 10:20:     Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneytið: Varðveisla menningararfleiðar á stafrænu formi
10:20 – 10:30:     Steinunn M. Sveinsdóttir, Síldarminjasafni Íslands: Samantekt og umræður
10:30 – 11:00:     Kaffi
11:00 – 13:00:     Vinnustofur

13:00 – 14:00:     Hádegisverður á Hannesi Boy og í Bláa húsinu
14:00 – 16:45:     Skoðunarferð – þversnið af menningarlífi Siglufjarðar
18:30 – 19:30:     Fordrykkur – Bruggsmiðjan Segull 67
19:45 – 01:00:
     Árshátíð FÍSOS á Kaffi Rauðku
Þriggja rétta kvöldverðarhlaðborð – söngur, skemmtun, dans og almenn gleði fram á nótt!

Föstudagur 29. september

Kaffi Rauðka

ÓLÍKAR LEIÐIR TIL MIÐLUNAR

Undanfarna áratugi hefur tækniþróun fjölgað möguleikum safna til miðlunar svo um munar. Íslensk söfn hafa tileinkað sér ólíkar og fjölbreyttar leiðir til að miðla þekkingu og fróðleik.

08:30 – 10:00:     Frjáls fundartími fyrir hópa: Áhugasamir bókið fundaraðstöðu með góðum fyrirvara. Bókanir sendist í tölvupósti: anita@sild.is
10:00 – 10:20:     Bryndís Zöega / Sigríður Sigurðardóttir, Byggðasafn Skagafjarðar: Að miðla án tækninýjunga – Fornverkaskólinn
10:20 – 10:40:     Vala Gunnarsdóttir, Sarpi: Breiðari markhópur – sýningar í Sarpi
10:40 – 11:00:     Pétur Sörensson, Safnastofnun Fjarðarbyggðar: Til móts við nútímann. Hljóðleiðsögn í Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði
11:00 – 11:30:     Steven Conn, Miami University: Do Museums Still Need Objects?
11:30 – 11:40:     Steinunn M. Sveinsdóttir, Síldarminjasafni Íslands: Samantekt og umræður
11:40 – 12:00:     Kaffi
12:00 – 14:00:     Vinnustofur

14:00 – 15:00:     Hádegisverður á Hannesi Boy og í Bláa húsinu
15:00:                     Farskóla slitið
16:00:                     Brottför rútu til Reykjavíkur

Endanleg dagskrá Farskólans verður birt þegar nær dregur. Þrír erlendir fyrirlesarar taka þátt í farskólanum í ár. Allan Risbo frá Museumstjenesten, Gunnar Holmstad frá Nordnorsk Fartoyvernsenter og Steven Conn, safnafræðingur og prófessor við Miami Háskólann í Oxford, Ohio. Fyrirlesarar úr röðum safnmanna verða fjölmargir. Skipulagðar vinnustofur verða á dagskrá á fimmtudegi og föstudegi. Þátttakendur velja vinnustofu samhliða skráningu í farskólann.

Farskólagjald

Félagsmenn FÍSOS greiði 18.000 kr. en aðrir 25.000 kr. Innifalið í farskólagjaldi: Kaffi og kruðerí í kaffitímum, hádegisverður á fimmtudag og föstudag, léttar veitingar seinni part miðvikudags og matur og skemmtun á árshátíð.

 

Farskólastjórn 2017

Anita Elefsen, farskólastjóri
Steinunn María Sveinsdóttir, Síldarminjasafni Íslands
Haraldur Þór Egilsson, fulltrúi FÍSOS
Sigríður Sigurðardóttir, Byggðasafni Skagafjarðar
Hörður Geirsson, Minjasafninu á Akureyri

 

Hvenær?

27/09/2017 - 29/09/2017

Hvar?

Siglufjörður

Skráning