Farskóli FÍSOS – fagráðstefna safnafólks
Farskóli FÍSOS er árleg ráðstefna fagfólks á íslenskum söfnum, skipulögð af Félagi íslenskra safna og safnmanna. Á farskóla er lögð áhersla á að fyrirlestrar, erindi og vinnustofur nýtist ráðstefnugestum í faglegu starfi sínu. Ráðstefnan er mikilvæg starfsfólki safna í starfsþróun og símenntun, skipulögð með það að markmiði að vera dýrmætur vettvangur fræðslu-, þekkingar- og tengslamyndunar.
Fyrirlesarar, sérfræðingar á sínu sviði, flytja erindi um rannsóknir og verkefni í safnastarfi. Málstofum er stýrt af sérfræðingum safna og alla jafna lögð áhersla á fjölbreytileika í erindum, málstofum og vinnustofum. Á nokkurra ára fresti er ráðstefnan haldin erlendis, og eru þá fengnir þarlendir sérfræðingar til að stýra málstofum. Málstofur fara þá fram á ólíkum söfnum, þar sem ráðstefnugestir fá einstakt tækifæri til að læra af erlendum kollegum og kynna sér starfsaðstæður þeirra.
Farskóli 1.-3. október 2025 á Selfossi
Farskóli íslenskra safna og safnafólks verður haldinn 1.-3. október 2025 í Hótel Selfoss. Farskólastjórn hefur tekið til starfa og er dagskrá í mótun. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti, með fyrirlestrum, málstofum, skoðunarferðum, aðalfundi FÍSOS og glæsilegri árshátíð.
Miðvikudagur 1. október á Hótel Selfossi
9:45-10:15 Afhending gagna/skráning
10:15 Setning farskólans
10:30-10:55 Can practicing art heal society disorders by reconnecting our minds with our bodies? – Thomasine Giesecke, listamaður og umsjónarmaður fræðslu hjá Musée D´Orsay og Louvre söfnum í París.
10:55-11:10 Kaffihlé – Nýliðar og mentorar hittast
11:10 – 11:35 Nýr Sarpur: Staðan núna – Vala Gunnarsdóttir fagstjóri Sarps.
11:35- 12 Zetcom og Sarpur – Marcell Zemp, Zetcom
12:00 Aðalfundur FÍSOS – hádegismatur
13:00-13:30 Hvar stendur þitt safn? Tölur úr safnastarfi 2016-2023 – Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs
14:00 – 18:00 Skoðunarferð um Suðurland: Ásgrímsleiðin og söfn á svæðinu heimsótt, leiðsögumaður: Hannes Stefánsson
18:00-18:45 Móttaka á Hersafninu við Selfossflugvöll. Léttar veitingar í boði Sveitarfélagsins Árborgar, ávarp Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar Árborgar.
Kvöldverður á eigin vegum (það er um 37 veitingastaði að velja á Selfossi) farskólabarinn verður í Risinu í nýja miðbænum.
21:00 Æsispennandi Pub quiz í Risinu (“Gamla” Mjólkurbú Flóamanna)
Fimmtudagurinn 2. október á Hótel Selfossi
9:00-9:45 Bergur Ebbi
9:45-10:00 Kaffihlé
10:00-10:45 Málstofur 1:
11:00 Stórskemmtilegur ratleikur um Selfoss – hér má finna hópana: Ratleikur hópar
12.15 – 12:55 Léttur hádegisverður á RiverSide á jarðhæð á hótelinu
13:00-13:45 Málstofur 2
14:00-14:45 Málstofur 3
15:00-15:45 Málstofur 4
16:00-19:00 Frjáls tími: Opið er í Skyrsetrinu í gamla Mjólkurbúinu til 18. Kl. 17 verður Aldís Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri Fishersetursins, Austurvegi 21 með kynningu á setrinu. Sundlaugin er opin, einnig Bókakaffið og eflaust tilvalið að heimsækja vini og ættingja. Happy hour á barnum á RiverSide.
19:00 Árshátíð í aðalsal Hótel Selfoss
Föstudagur
9:00 Valkvæður tími fyrir fundarhöld hópa
10:00 Áreiðanleiki, trúverðugleik og sannindi! Kynning og umræða um nýjan Miðbæ Selfoss. “Hugmynd að veruleika” – Sigurður Einarsson arkitekt nýja miðbæjarins og “Um aðdráttarafl og fortíðleika í nýjum miðbæ Selfoss” – Vilhelmína Jónsdóttir þjóðfræðingur.
12:00-12:55 léttur (standandi) hádegisverður í Tryggvaskála – Rödd brottflutta Selfyssingsins
13:00 Farskólaslit í Tryggvaskála
Hér má sjá frekari lýsingu á málstofunum: https://drive.google.com/file/d/1tMTNP8ik44pSuNm555dOcYbnKSRvN4n7/view
Hver og einn sér um að útvega sér gistingu. Hana er nú þegar hægt að bóka á Hótel Selfoss, sími 480 2500 eða info@hotelselfoss.is og gefa upp bókunarnúmer 61381296. Gisting er möguleg á fleiri stöðum, t.d. SouthCoast Hotel, Bella Hotel, Hostel Selfoss, Gesthúsum og víðar í nágrenni Selfoss.
Í farskólastjórn sitja Lýður Pálsson farskólastjóri, Kristín Scheving, Sigurlaugur Ingólfsson og Helga Aradóttir.