Farskóli FÍSOS – fagráðstefna safnafólks
Farskóli FÍSOS er árleg ráðstefna fagfólks á íslenskum söfnum, skipulögð af Félagi íslenskra safna og safnmanna. Á farskóla er lögð áhersla á að fyrirlestrar, erindi og vinnustofur nýtist ráðstefnugestum í faglegu starfi sínu. Ráðstefnan er mikilvæg starfsfólki safna í starfsþróun og símenntun, skipulögð með það að markmiði að vera dýrmætur vettvangur fræðslu-, þekkingar- og tengslamyndunar.
Fyrirlesarar, sérfræðingar á sínu sviði, flytja erindi um rannsóknir og verkefni í safnastarfi. Málstofum er stýrt af sérfræðingum safna og alla jafna lögð áhersla á fjölbreytileika í erindum, málstofum og vinnustofum. Á nokkurra ára fresti er ráðstefnan haldin erlendis, og eru þá fengnir þarlendir sérfræðingar til að stýra málstofum. Málstofur fara þá fram á ólíkum söfnum, þar sem ráðstefnugestir fá einstakt tækifæri til að læra af erlendum kollegum og kynna sér starfsaðstæður þeirra.
Farskólinn 2026 á Ísafirði
Líkt og komið hefur fram verður næsti farskóli Félags íslenskra og safnafólks haldinn á Ísafirði! Það er um að gera að taka dagana frá strax, en hann mun fara fram 7.-9. október 2026. Farskólastjóri er Jóna Símonía Bjarnadóttir forstöðukona Byggðasafns Vestfjarða.
Farskóli FÍSOS er árleg ráðstefna fagfólks á íslenskum söfnum, skipulögð af Félagi íslenskra safna og safnmanna. Á farskóla er lögð áhersla á að fyrirlestrar, erindi og vinnustofur nýtist ráðstefnugestum í faglegu starfi sínu. Ráðstefnan er mikilvæg starfsfólki safna í starfsþróun og símenntun, skipulögð með það að markmiði að vera dýrmætur vettvangur fræðslu-, þekkingar- og tengslamyndunar.
Fyrir þau sem vilja byrja að skoða gistingu er gott að vita að Hótel Ísafjörður hefur verið tekið frá fyrir ráðstefnuna og mun veita ráðstefnugestum afslátt, en hægt er að bóka herbergi þar með því að senda póst á lobby@hotelisafjordur.is og skrifa FÍSOS í efnislínuna. Þá er auðvitað að finna fjölbreytta gistimöguleika á svæðinu.
Þó nokkuð langt er liðið frá því að farskóli fór síðast fram á Ísafirði en það var 2008. Nánari upplýsingar munu týnast inn jafnt og þétt á nýju ári og við hlökkum til að sjá ykkur á farskólanum 2026.