Farskóli

Farskóli FÍSOS – fagráðstefna safnafólks

Farskóli FÍSOS er árleg ráðstefna fagfólks á íslenskum söfnum, skipulögð af Félagi íslenskra safna og safnmanna. Á farskóla er lögð áhersla á að fyrirlestrar, erindi og vinnustofur nýtist ráðstefnugestum í faglegu starfi sínu. Ráðstefnan er mikilvæg starfsfólki safna í starfsþróun og símenntun, skipulögð með það að markmiði að vera dýrmætur vettvangur fræðslu-, þekkingar- og tengslamyndunar.

Fyrirlesarar, sérfræðingar á sínu sviði, flytja erindi um rannsóknir og verkefni í safnastarfi. Málstofum er stýrt af sérfræðingum safna og alla jafna lögð áhersla á fjölbreytileika í erindum, málstofum og vinnustofum. Á nokkurra ára fresti er ráðstefnan haldin erlendis, og eru þá fengnir þarlendir sérfræðingar til að stýra málstofum. Málstofur fara þá fram á ólíkum söfnum, þar sem ráðstefnugestir fá einstakt tækifæri til að læra af erlendum kollegum og kynna sér starfsaðstæður þeirra.

 

Farskóli FÍSOS næstu ára

  • Farskóli FÍSOS 1.-3. október 2025 – Selfoss
    • Farskólastjórn: Lýður Pálsson

 

Farskóli 1.-3. október 2025 á Selfossi

Farskóli íslenskra safna og safnafólks verður haldinn 1.-3. október 2025 í Hótel Selfoss. Farskólastjórn hefur tekið til starfa og er dagskrá í mótun. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti, með fyrirlestrum, málstofum, skoðunarferðum, aðalfundi FÍSOS og glæsilegri árshátíð.
Þegar líður að sumri verður komið upp skráningarsíðu.
Hver og einn sér um að útvega sér gistingu. Hana er nú þegar hægt að bóka á Hótel Selfoss, sími 480 2500 eða info@hotelselfoss.is og gefa upp bókunarnúmer 61381296. Gisting er möguleg á fleiri stöðum, t.d. SouthCoast Hotel, Bella Hotel, Hostel Selfoss, Gesthúsum og víðar í nágrenni Selfoss.
Vænst er góðrar þátttöku safnafólks á þessa árlegu samveru okkar.
Í farskólastjórn sitja Lýður Pálsson farskólastjóri, Kristín Scheving, Sigurlaugur Ingólfsson og Helga Aradóttir.