Dagskrá og skráning í vinnustofur í Farskólanum!

Það styttist í næsta Farskóla FÍSOS sem haldinn verður á Akureyri dagana 2-4. október 2024 og ber yfirskriftina Hvert er erindið? Umbreyting í safnastarfi. Dagskráin verður blanda af fyrirlestrum, pallborði, vinnustofum og faghópum auk skoðunarferðar og skemmtunar og birtist hér fyrir neðan.

Við viljum einnig biðja ykkur að skrá ykkur í vinnustofur í gegnum formið hér, en nánari upplýsingar um málstofurnar má finna hér. 

Farskóli FÍSOS á Akureyri: Umbreyting í safnastarfi – Hvert er erindi safna í framtíðinni? 

 

Dagskrá (athugið einnig er hægt að hlaða henni niður sem pdf hér: Farskóli dagskrá 2024)

Miðvikudagur 2. október í Hofi          

10:00   Setning farskóla
Farskólastjórn

10:20   Safnaklasinn – söfnin á svæðinu kynning

10:40   Ávarp bæjarstjóra
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar

10:55   Safnasóknin – hver er sýn safnafólks
Dagrún Ósk Jónsdóttir, starfsmaður FÍSOS

11:20   Pallborð: Hvert stefnir safnastarf? Hvert er hlutverk höfuðsafnanna?                        Safnstjórar höfuðsafna.

12:20   Aðalfundur FÍSOS – hádegismatur

13:30   Heimsmarkmið – kynning frá skrifstofu SÞ.
Eva Harðardóttir, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna.

14:00   Safnaráð aðgerðaráætlun & heimsmarkmiðin.
Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs

14:30   Ýmsar lausnir og framfarir í gervigreind. Hvað felst í gervigreind fyrir safnastarf?  Sverrir Heiðar Davíðsson, hugbúnaðarverkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur

15:15   Hláturinn lengir starfið
Sveinn Waage

16:00   Heimsókn á söfn í Innbænum nær og fjær  

Heimsótt verða Minjasafnið á Akureyri, Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi, Nonnahús,
Minjasafnskirkjan, Iðnaðarsafnið, Mótorhjólasafnið og Flugsafnið.

18:00   Dagskrá lokið

Kvöldmatur á eigin vegum

 

Fimmtudagur 3.október Hof 9:00 – 12:30

09:00   Nýr Sarpur – tilhlaup að nýjum Sarpi.
Ágústa Kristófersdóttir, Þjóðminjasafni Íslands, formaður stjórnar Rekstrarfélags Sarps

09:30   Inngilding: Draumurinn og veruleikinn.
Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræðum við Háskóla Íslands

10:00   Þjónustuhandbók Listasafns Reykjavíkur.
Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur ásamt fleirum.

10:30   Kaffihlé

10:45   MOI – sjálfsmat fyrir söfn.     
Klara Þórhallsdóttir, Safnaráði

11:05   Stafræn andlitsgreining ljósmynda.
Hörður Geirsson, safnvörður ljósmynda Minjasafnsins á Akureyri

11:25   Skýjaborgir framtíðar.
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir safnstjóri Kvikmyndasafns Íslands & Gunnþóra Halldórsdóttir

11:45   Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, útgáfa námsefnis og brú inn í skólakerfið.
Ragnheiður Vignisdóttir, Listasafni Íslands

12:05   Söfn, sjálfbærni og loftslagsaðgerðir            
Bergsveinn Þórsson, dósent við Háskólann á Bifröst

12:25   Hádegismatur á Hótel KEA   

13:30 – 16:15 Vinnustofur

Hóparnir vinna í litlum hópum hér og þar í rýmum í miðbæ Akureyrar.
Þátttakendur sækja tvær vinnustofur, eina milli 13:30 – 14:45 og aðra frá 15:00 – 16:15
Veljið eina sem aðalval og eina til vara, hægt er að skrá sig í vinnustofur hér:

13:30 – 14:45 AÐALVAL 1

  1. Safnkostur. 2. Safnfræðsla. 3. Miðlun. 4. Mannauður
    5. Ljósmyndir/kvikmyndir. 6. Erfið mál á söfnum.
    7. Söfn og samfélög – samskipti, samstarf og sjálfboðaliðastörf.
    8. Sarpur 4.0 kynning á nýju kerfi.

15:00 – 16:15 AÐALVAL 2

  1. Safnkostur. 10. Safnfræðsla. 11. Miðlun. 12. Mannauður.
    13. Árangur í safnastarfi II 14. Mistök í starfi. 15. Starfsumhverfi safna.
    16. Sarpur 4.0 kynning á nýju kerfi.

16:30 – 17:30 Safnaskoðun

Opið hús á Listasafninu á Akureyri og Davíðshúsi.

19:00 – 23:30 Árshátíð –  HOF
Happy hour frá 18:00-19:00
Borðhald frá 19:30
Veislustjóri: Vilhjálmur Vandræðaskáld Bragasonar. Skemmtileg skemmtiatriði og þokkalegur matur. Nánar auglýst síðar.

 

Föstudagur 4. október            

Val um eina málstofu eða þátttöku í sjálfskipulögðum fundi.

10:00 – 11:30    A. Vinnustofa og kynning á viðbragðsáætlunum safna
Safnaráð

10:30 – 11:30    B. Endurskoðun siðareglna ICOM – hafðu áhrif
Hólmar Hólm ICOM

10:00-11:00     C. Safnasóknin – mótum framtíðina
Dagrún Ósk Jónsdóttir, starfsmaður  FÍSOS

10:00-11:30     Tölum saman

Stuttir fundir sjálfskipulagðir fundir safnafólks: Fundarstaðir í samráði við farskólastjórn

11:30:00 – 12:30 Farskólaslit í Listasafninu

Hádegismatur á fæti og nóg af súkkulaði