Hæhæ,
Stjórn FÍSOS sendir öllu félagsfólki góðar áramótakveðjur með óskum um gott safnaár 2026!
Nú líður senn að því að senda út félagsskírteini fyrir árið 2026 til allra þeirra sem hafa greitt félagsgjöldin. Stjórn FÍSOS bendir á að félagsmenn þurfa að standa skil á greiðslu félagsgjalda fyrir 15. janúar til að geta farið að nýta félagsskírteinið og fríðindi þess sem fyrst á nýja árinu.