Nú er 12. tölublað safnablaðsins Kvists komið út. Efnistökin eru líkt og undanfarin ár fjölbreytt og er þar að finna áhugaverðar greinar sem bera vott um faglegt starf safna á Íslandi, fjölbreytileika þess og metnað, svo notuð séu orð Elfu Hlínar Sigrúnar Pétursdóttur ritstjóra. Þá má þar finna margvíslegar skemmtilegar greinar eftir nemandur í safnafræði.
Ritstjóri blaðsins er Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir og í ritstjórn sitja Birna María Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Hannesdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Þorgerður Þorleifsdóttir.
Athugið að vegna mistaka í prentsmiðjunni tókst því miður ekki að dreifa Kvisti í jafn miklu mæli og við hefðum viljað á farskólanum. Við verðum því með Kvist á Listasafni Íslands í Safnahúsinu á Hverfisgötu föstudaginn 17. október á milli kl. 11:00-17:00 og langar að biðla til safnafólks á höfuðborgarsvæðinu að koma við og grípa sitt blað (og jafnvel taka nokkur eintök fyrir samstarfsfólk sitt).
Eintök sem eiga að rata út á land verða póstlögð í framhaldinu.
Hægt er að kaupa Kvist í Bóksölu stúdenta, eða með því að hafa samband við ritstjórn.