Stjórn FÍSOS – Félags íslenskra safna og safnafólks boðar hér með til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 1. október 2025 kl. 12:00 á Hótel Selfossi.
Dagskrá aðalfundar:
Kosning stjórnar
Samkvæmt reglum félagsins skal kjósa í stjórn til tveggja ára í senn; formaður, meðstjórnandi og varamaður annað árið en varaformaður, gjaldkeri, ritari og varamaður hitt árið.
Að þessu sinni er óskað er eftir framboðum í stöður varaformanns, gjaldkera, ritara og varamanns. Þá er einnig óskað eftir framboði til skoðunarmanns reikninga.
Athygli er vakin á því að núverandi varaformaður gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Áhugasöm geta lýst yfir framboði með því að senda tölvupóst á stjorn@safnmenn.is og þurfa framboð að hafa borist sjö dögum fyrir aðalfund.
Kjörgengi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald félagsins fyrir aðalfund eða eru heiðursfélagar.
Vægi atkvæða á fundum félagsins er einn félagsmaður, eitt atkvæði og ein stofnun, eitt atkvæði. Fer forsvarsmaður stofnunar með atkvæði hennar á fundum félagsins eða fulltrúi í umboði hans.
Bestu kveðjur frá stjórn FÍSOS,
Í stjórn félagsins 2024-2025 sitja:
Formaður: Kristín Halla Baldvinsdóttir, Þjóðminjasafni Íslands.
Varaformaður: Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Minjasafn Austurlands.
Gjaldkeri: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Minjasafnið á Akureyri.
Ritari: Þorvaldur Gröndal, Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Meðstjórnandi: Ingibjörg Hannesdóttir, Listasafni Íslands.
Varamenn: Sigurlaugur Ingólfsson, Borgarsögusafn Reykjavíkur og
Cecilie Cedet Gaihede, Gerðarsafni.