• 04/03/2025

     

    Farskóli FÍSOS 1.-3. október 2025 á Selfossi

    Áreiðanleiki, trúverðugleiki og sannindi í íslenskum safnaheimi er þema farskólans í ár

    Stjórn Farskóla FÍSOS 2025 óskar eftir áhugasömum aðilum til að stýra málstofum á farskólanum. Hver málstofa er 45 mínútur að lengd*. Við óskum eftir að safnafólk leyfi sér að leika sér með formið. Málstofur geta bæði verið hefðbundnar, með erindi og umræðu, en einnig hvetjum við safnafólk til að búa til málstofur, sem bjóða upp á gagnvirka fræðslu og umræður.

    Áhugasöm geta sent tillögur og hugmyndir til Silla eða Helgu á netföngin sigurlaugur.ingolfsson@reykjavik.is og helga.aradottir@nmsi.is fyrir föstudaginn 21. mars.

    *ATH! Hægt er að óska eftir því að sameina tvær málstofur í eina langa (90 min).

    Kveðja, frá Farskólastjórn 2025