Málstofur á Farskólanum 2024

Vinnustofur verða tvisvar á dagskrá á fimmtudeginum, milli 13:30 – 14:45 og 15:00 – 16:15. Hóparnir vinna í litlum hópum hér og þar í rýmum í miðbæ Akureyrar, unnið verður í litlum hópum til að auðvelda samræður innan þeirra. Því verða hópar að hámarki með 16 þátttakendum. Hægt er að velja úr átta vinnustofum í hvort sinn (við bendum á að sumar þeirra eru í boði bæði í fyrra og seinna slottinu).

Við biðjum ykkur um að velja tvær vinnustofur og tvær til vara á fimmtudeginum. En nánar er hægt að lesa um þær vinnustofur sem eru í boði á fimmtudeginum hér fyrir neðan.

Að baki faghópum (safnkostur, safnfræðsla, miðlun)  býr sú hugmynd að til verði fastur vettvangur safnafólks innan farskóla til að ræða grunnstörfin á söfnunum. Lagt verður upp með nokkrar grunnhugmyndir að umræðuefnum en þátttakendur í faghópum eru hvattir til að senda farskólastjórn haraldur@minjasafnid.is eða steinunn@flugsafnid.is hugmyndir að því sem ræða þurfi.

Athugið að í skráningarforminu veljið þið einnig eina málstofu á föstudeginum en ekki er nánari lýsing á þeim.

Skráningar formið er hér

 

Safnkostur hópur 1 kl. 13:30 – 14:45 & hópur 9 kl. 15:00-16:15 Hvernig söfnum við nútímanum í framtíðinni?Hverju á að safna eða varðveita eru klassísk stef í daglegum störfum safnafólks. Söfnunarstefna – er þörf á samræmingu á landsvísu? Hvernig verður söfnunarstefna til? Hverjir eiga að móta hana? Eiga fleiri að koma að mótun hennar en safnafólk.

Ætti ferli móttöku og skráningu safnkosts að vera samræmt á landsvísu? Hvert á hlutverk höfuðsafnanna að vera í þessu samhengi og hvernig getur vinna við hinar ýmsu stefnur á vegum Safnaráðs gagnast safnafólki í þessu ferli?

Varðveisla  og grisjun – hvað eigum við að varðveita og hvað eigum við að grisja? Hvernig gerum við það í sem mestri sátt við samfélagið?

Er hægt að nýta gervigreind í skráningu safnkosts til stuðnings vinnu fagfólks?

 

Safnfræðsla hópur 2 kl. 13:30 – 14:45 & hópur 10 kl. 15:00-16:15

Verður safnfræðsla í meira mæli utan veggja safnsins í framtíðinni?

Eru snjallmenni tæki fyrir safnfræðslu?

Gerð námsefnis – getum við unnið meira saman? Eru tækifæri í að vinna meira með menntastofnunum og öðrum stofnunum?

 

Miðlun Hópur 3  kl. 13:30 – 14:45 &  Hópur 11 kl. 15:00-16:15

Mun gervigreind hafa á sýningargerð og miðlun safna?

Fyrir hverja eru sýningar?

Hvað má segja og hvað ekki? Tökum við okkur of alvarlega?

Umhverfismál og sýningar. Hvernig er endurnýtingu háttað?

 

Mannauður – endurmenntun  Hópur 4.  kl. 13:30 – 14:45 &  Hópur 12. kl. 15:00-16:15

Hópstjóri: Ingibjörg Eðvaldsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðminjasafnsins

Hvernig styrkjum við okkur í starfi?  Mannauðsmál eru ekki oft til umræðu á farskólum. Faglegt starf verður ekki án starfsfólks sem hefur hæfni til að sinna starfi sínu af öryggi.

Í vinnustofunni verður lagt upp með að greina hvernig og hvað þurfi til að efla hæfni til að starfa innan safna og safnageirans. Hvaða þekkingu vantar í námskeiðsflóruna? Hvað væri hægt að kenna í fjarnámi og hvað væri nauðsynlegt að vera með í staðarnámi eða blandað?

Hvað gætu höfuðsöfnin lagt á vogarskálarnar varðandi þekkingarmiðlun?

 

Ljósmyndir/kvikmyndir. Hópur 5.  kl. 13:30 – 14:45

Hvernig nálgumst við söfnum stafræns efnis? Hvernig og hver á að varðveita það efni sem nú verður til t.d. til á youtube-rásum? Er ástæða til að varðveita það?

Hvað með myndir sem einstaklingar birta á hinum ýmsu hópum á facebook en væri vert að varðveita. Eru einhverjar leiðir til að ná utan um það?
Höfundaréttarmál.

Eiga ljósmyndir og kvikmyndaefni almennt að vera til notkunar fyrir einstaklinga og menntastofnanir án endurgjalds?

Hvað verður um ljósmyndirnar í símanum?

 

Erfið mál á söfnum. Hópur 6 kl.13:30 – 14:45

Hver eru erfiðu málin á söfnum varðandi miðlun, safngripi, gefendur eða hvað það sem þátttakendur vilja bera á borð við aðra þátttakendur.

Hvaða áhrif hafa siðareglur safna á okkar störf?

Hver ákveður að eitthvað sé taboo? Hverju þarf að huga að þegar hlutum er gefin merking? Hverju á að segja frá og til hvers og hverra þarf að taka tillit?

 

Söfn og samfélög: – samskipti, samstarf og sjálfboðaliðastörf. Hópur 7 kl.13:30 – 14:45

Hópstjóri: Steinunn María Sveinsdóttir

Söfn sinna mikilvægu samfélagslegu hlutverki í víðum skilningi. Hvernig geta söfn ræktað samskipti sín og samstarf við síbreytilegt samfélagið? Í vinnustofunni verður rætt um sjálfboðaliðastörf á söfnum, mikilvægi þeirra, eðli og skipulag. Hvernig er hægt að ná til almennings og virkja hann til þátttöku í safnastarfi, þannig að allir aðilar hafi gagn og gaman af? Hvernig getum við best nýtt þá sérfræðiþekkingu sem er til í samfélaginu og hvernig berum við okkur að? Hvers krefst það af okkur safnastarfsmönnum?

 

Sarpur 4.0  – kynning á nýju kerfi Hópur 8.  kl. 13:30 – 14:45 &  Hópur 16. kl. 15:00-16:15

Hópstjóri: Vala Gunnarsdóttir fagstjóri Sarps og Anna Rut Guðmundsdóttir sérfræðingur

Í nýju skráningarkerfi Sarps 4.0 gefst notendum tækifæri á að vinna með safnkostinn á ýmsan hátt sem ekki hefur áður verið til staðar. Á vinnustofunni verða helstu nýjungar í kerfinu kynntar. Einnig verður farið almennt yfir viðmótið, aðfangategundir og leit.

Hér gefst safnafólki tækifæri á að kynna sér og ræða nýtt skráningarkerfi og hvernig það getur nýst starfsfólki safna betur en áður.

Þátttakendur verða einnig beðnir um álit á ýmsu t.d. varðandi viðmótið, þýðingar og hvernig kennsluefni kæmi til með að nýtast notendum best.

 

Árangur í safnastarfi II Hópur 13 kl.15:00 – 16:15

Hópstjóri: Ármann Guðmundsson.

Fagmennska er leiðarstef í safnastarfi. Hvernig eflum við gæðamál safna? Hvernig metum við gæði í safnastarfi?

Í nútímasamfélagi er það að verða æ mikilvægra að miðla réttum upplýsingum til réttra aðila á réttum tíma. Árangur af safnastarfi er þar engin undantekning. Í safnaumhverfinu á Íslandi getur það skipt sköpum hvernig söfn miðla árangri og til hverra. Enn mikilvægara er að safnafólk taki sjálft virkan þátt í mótun og hönnun kerfa sem eiga að mæla árangurinn.

Málstofan á Akureyri er framhald af málstofu 2019 á Patreksfirði. Þar var farið yfir mælikvarða sem þátttakendur þóttu mikilvægastir í safnastarfi. Nú er stefnt að því að halda áfram með vinnuna og athuga hvernig þessir mælikvarðar geti stuðlað að bættu starfi safna sem og hvernig þeim er svo miðlað.

Ekki er nauðsynlegt að hafa tekið þátt í fyrri vinnustofu.

 

Mistök í starfi. Hópur 14 kl.15:00 – 16:15

Að gera mistök er eðlilegt ferli í þroska og ómetanlegt lærdómsferli. Hver hefur ekki gert mistök í starfi?

Í þessari umræðustofu ræðum við um hvað við höfum gert vitlaust eða rangt og hvað við lærðum af því. Þannig getum við lært hvort af öðru.

Hér verður ekkert skrifað niður né tekið upp og lagt áhersla á að trúnaður og traust ríki milli þátttakenda.

 

Starfsumhverfi safna. Hópur 15 kl.15:00 – 16:15

Mikið umrót hefur verið í starfsumhverfi safna með tilheyrandi sameiningum og niðurlagningu safna. Algengast er að sveitarfélög eigi söfnin á Íslandi. Í fjárhagsvinnu þeirra kemur reglulega upp að söfn séu ekki lögbundið verkefni ólíkt bóka- og skjalasöfnum. Er ekki síður nauðsynlegt fyrir samfélag að hafa aðgang að menningar- og listasöfnum eins og bókasafni? Ættu slík söfn einnig að vera lögbundin þáttur í starfsemi sveitarfélags?

Hvernig er rekstrarlegur grunnur safna? Hversu stór þáttur í rekstri safna hvílir á tekjum af ferðaþjónustu?