• 16/05/2022

    Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráðs safna) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) bjóða áhugasömum að vera viðstödd hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, þegar Íslensku safnaverðlaunin 2022 verða afhent í þrettánda sinn á Alþjóðlega safnadaginn, 18. maí næstkomandi.

    Athöfnin hefst kl. 16:00 en þau söfn sem tilnefnd eru til verðlaunanna í ár eru (í stafrófsröð):
    – Byggðasafnið í Görðum
    – Gerðarsafn
    – Hönnunarsafn Íslands
    – Minjasafnið á Akureyri
    – Síldarminjasafn Íslands

    Margrét Hallgrímsdóttir, fráfarandi þjóðminjavörður, mun afhenda verðlaunin.

    Hægt er að lesa nánar um tilnefningarnar hér:
    https://icom.is/safnaverdlaunin/#tilnefningar-2022

    Boðið verður upp á léttar veitingar.

    Verið öll velkomin!