Dagana 27.-29. september 2017 fór fram hin árlegi farskóli safnmanna á Siglufirði. Dagskráin var með hefðbundnu sniði; sambland fyrirlestra, vinnustofa, skoðunarferða og almennrar gleði. Yfirskrift skólans var Söfn í stafrænni veröld.
Í ljósi þess að undanfarna áratugi hefur tækniþróun fjölgað möguleikum safna til miðlunar svo um munar var ákveðið að leggja fram ýmisskonar spurningar og skipuleggja dagskrána út frá þeim. En íslensk söfn hafa tileinkað sér ólíkar og fjölbreyttar leiðir til að miðla þekkingu og fróðleik.
Á farskóla 2017 var horft til áskorana, ógnana og nýrra möguleika í því samhengi. Hvernig geta söfn nýtt sér tæknina til framþróunar og vaxtar? Getur tæknin dregið úr upplifun gesta á sýningum? Hvernig má nýta tækni nútímans til þess að átta sig á ráðgátum fortíðar og tryggja varðveislu gripa og muna til framtíðar?
Markmið farskólastjórnar var allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi – því þó við störfum öll á sama vettvangi geta störf okkar verið æði ólík með tilliti til sérhæfingar, menntunar og hlutverks í starfi.
Farskólastjóri og farskólastjórn hefur nú skilað stjórn FÍSOS skýrslu um dagana á Siglufirði og er henni færðu bestu þakkir fyrir. Stjórn FÍSOS hvetur félagsmenn að kynna sér skýrsluna við fyrsta hentugleik. Farskólastjórn 2017: Anitu, Steinunni Maríu, Haraldi Þór, Sigríði og Herði eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra góðu vinnu.
Söfn í stafrænni veröld. Farskólaskýrsla 2017