• 22/05/2018

    Þann 25. apríl 2018 var haldinn umræðufundur með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á höfuðborgarsvæðinu.  FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði boðuðu til fundarins.
    Félögin óskuðu eftir stefnu og afstöðu framboðanna til m.a. eftirfarandi spurninga er varða safnamál. Eftirfarandi svör bárust frá Garðabæjarlistanum:

    • Hver er stefna þíns flokks/framboðs í safnamálum og hverjar eru helstu áherslur til næstu fjögurra ára? Hvar má nálgast stefnuna?

    „Í Garðabæ eru bókasöfn (Garðabæ og Álftanesi), Hönnunarsafn Íslands, Krókur á Garðaholti og Minjagarðurinn við Hofsstaði. Hér má sjá yfirlit yfir söfn:
    http://www.gardabaer.is/mannlif/menning/sofn/
    við ætlum að styrkja núverandi söfn og auka aðsókn að þeim. Þetta höfum við þegar gert með að halda tvo helstu viðburði okkar í Hönnunarsafninu og fengið þangað fólk sem ekki vissi af þessu frábæra safni. Garðabær hefur til þessa gert of lítið til að kynna og markaðssetja söfnin sín. Þessu viljum við breyta.
    við ætlum að nýta í auknum mæli þau tækifæri sem þegar eru í Garðabæ til að vekja áhuga á sögu og menningu almennt. Þar er nátttúra og saga í fyrirrúmi. Nefna má Wegener stöpulinn á Arnarnesi sem í jarðsögulegu samhengi er með merkustu minjum.
    við tökum fullan þátt í þeirri umræðu sem þegar hefur farið af stað með byggingu fjölnota menningar- og fræðamiðstöðvar. Þar teljum við mikilvægt að íbúar fái tækifæri til að tjá skoðun sína á starfsemi slíkrar miðstöðvar.
    Við höfum lagt sérstaka áherslu á sköpunarhús í Garðabæ til að virkja hugmyndir og kraft skapandi greina.
    Almenn stefna Garðabæjarlistans er að virkja íbúalýðræði og valdefla íbúa á þann hátt að þeir komi í meira mæli að ákvörðunum um valkvæð verkefni sveitarfélagsins. Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.
    Málefnaáherslur Garðabæjarlistans má finna hér: https://www.gardabaejarlistinn.is/
    Okkur má einnig finna á
    Facebook: https://www.facebook.com/gardabaejarlistinn/
    Instagram: http://instagram.com/gbrlistinn
    Twitter: https://twitter.com/gbrlistinn

    • Hvaða hlutverki gegna söfnin í þínu sveitarfélagi?

    Söfn í Garðabæ vantar aukið hlutverk. Þau hafa verið sett á laggir án mikillar kynningar en eiga möguleika á ríkara hlutverki í samfélaginu.

    • Hvernig sér þinn flokkur/framboð fyrir sér tengsl ferðaþjónustu og safna í sveitarfélaginu?

    Garðabær hefur hingað til ekki mótað sér nægjanlega skýra stefnu í ferðamálum. Þetta á við söfn sem aðra þjónustu við ferðamenn. Minjar í Garðabæ eru mjög áhugaverðar og ættu að vera aðdráttarafl ferðamanna og þar með annarrar þjónustu við ferðamenn. Með betri kynningu á minjum og sögu ætti að skapast næg eftirspurn til reksturs fyrirhugaðs fjölnota menningar- og fræðamiðstöðvar.

    • Hvað hefur áunnist í safnamálum í sveitarfélaginu á síðastliðnum árum?

    Allt of lítið

    • Hvað þarf að bæta í safnamálum í þínu sveitarfélagi?

    Fara þarf í allsherjar stefnumótun þar sem búin er til framtíðarsýn á hlutverk safna og annarrar menningarstarfsemi.“
    FÍSOS, FÍS og fagdeild safnafólks í Fræðagarði þakkar góð og skýr svör.