• 08/05/2016


    Þann  27. apríl var Ólöf Vignisdóttir safnafræðingur með skemmtilegt og áhugavert erindi úr efni MA ritgerðar sinnar í safnafræði við Háskóla Íslands.
    Framleiddur sannleikur. Greining á safnastarfi á Íslandi eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky
    Safnastarf á Íslandi er greint eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky fyrir fjölmiðla. Litið er svo á að söfn séu fjölmiðill og þess vegna sé hægt að heimfæra þetta módel á safnastarf. Áróðursmódel þeirra Herman og Chomsky er tekið fyrir og jafnframt kenningar um það vald sem söfn taka sér yfir sögunni og „sannleikanum“ eru skoðaðar. Að lokum eru áróðursmódelin fimm síur yfirfærðar á safnastarf á Íslandi í samhengi við þær kenningar um þetta vald sem söfn taka sér í safnafræði. Þegar sjálfstæði safna er skoðað er það ekki jafnt í orði og á borði.