• 18/09/2024

    Stjórn FÍSOS – Félags íslenskra safna og safnafólks boðar hér með til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 2. október 2024 kl. 12:20 í Hofi á Akureyri.

    Dagskrá aðalfundar:

    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    2. Skýrsla formanns um störf félagsins.
    3. Ársreikningur félagsins.
    4. Umræður um ársskýrslu og ársreikning og afgreiðsla reikninga.
    5. Lagabreytingar
    6. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður.
      1. Kosning fimm manna stjórnar til tveggja ára í senn, formaður og meðstjórnandi annað árið en varaformaður, gjaldkeri og ritari hitt árið.
      2. Kosning tveggja varamanna til tveggja ára, eins varamanns annað árið en annars hitt árið.
      3. Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára, eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.
      4. Kosning farskólastjóra til eins árs.
    7. Ákvörðun ársgjalds félagsmanna og stofnana.
    8. Önnur mál.

     

    Óskað er eftir framboðum til stjórnar í stöðu formanns og meðstjórnanda. Þá er einnig lýst eftir framboði til varamanns í stjórn sem og eins skoðunarmanns reikninga.
    Athygli er vakin á því að núverandi formaður, meðstjórnandi og varamaður gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu – og er því leitað þriggja nýrra stjórnarmanna.

    Áhugasöm geta lýst yfir framboði með því að senda tölvupóst á stjorn@safnmenn.is og þurfa framboð að hafa borist sjö dögum fyrir aðalfund.
    Kjörgengi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald félagsins fyrir aðalfund eða eru heiðursfélagar.

    Vægi atkvæða á fundum félagsins er einn félagsmaður, eitt atkvæði og ein stofnun, eitt atkvæði. Fer forsvarsmaður stofnunar með atkvæði hennar á fundum félagsins eða fulltrúi í umboði hans.

    Bestu kveðjur frá stjórn FÍSOS,

    Í stjórn félagsins 2023-2024 sitja:

    Formaður: Anita Elefsen, Síldarminjasafn Íslands.
    Varaformaður: Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Minjasafn Austurlands.
    Gjaldkeri: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Minjasafnið á Akureyri.
    Ritari: Þorvaldur Gröndal, Borgarsögusafn Reykjavíkur.
    Meðstjórnandi: Þóra Sigurbjörnsdóttir, Listasafn Einars Jónssonar.
    Varamenn: Sigurlaugur Ingólfsson, Borgarsögusafn Reykjavíkur og
    Sigríður Þorgeirsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands.