• 09/02/2024

    Stjórn FÍSOS er nú að leggja lokahönd á vinnuna við að senda út ný félagaskírteini fyrir árið 2024. Þau verða rafræn, eins og á síðasta ári og munu berast í tölvupósti. Þar fylgir einnig skjal sem hægt er að prenta út, kjósi fólk það frekar.

    Okkur langar því að biðja félaga sem ekki hafa greitt félagsgjöld síðasta árs (og eru því með ógreidda kröfu í heimabanka), að gera það fyrir 15. febrúar næstkomandi, ef óskað er eftir því að vera áfram meðlimur félagsins.