Félag íslenskra safna og safnafólks óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi safnaárs.
Félagið hefur í desember haldið úti jóladagatali á samfélagsmiðlum félagsins, Facebook og Instagram. Þar mátti fylgjast með hrekkjótta jólaálfinum Safnasveini sem skráði sig inn á vefinn www.sofn.is og sá sér til mikillar skelfingar að hann hafði ekki heimsótt nein söfn, setur eða sýningar á Íslandi!
Hann bætti þó úr því og heimsótt nýtt safn á hverjum degi í desember til jóla og gat fólk giskað á hvar hann var staddur hverju sinni!
Hann hvetur fólk svo til að setja sér það áramótaheiti að heimasækja fleiri söfn á komandi ári, hægt er að halda utan um safnaheimsóknirnar á www.sofn.is