Nathalie Jacqueminet gaf á dögunum út bókina Handbók: um sýningagerð og varðveislu safngripa. Bókin er öllum aðgengileg á vefnum.
Bókin er í tveimur hlutum: Í fyrri hlutanum er farið yfir atriði sem skipta máli í undirbúnings ferli sýninga. Seinni hlutinn er eins konar myndaalbúm þar sem sýnd eru brot úr þessu ferli þar sem lögð er áhersla á uppsetningu gripa með athugasemdum og tillögum.
Í inngangi að bókinni segir Nathalie að markhópur bókarinnar sé fjölbreyttur, svo sem starfsmenn safna, sýningarhöfundar, verkefnastjórar sýninga, hönnuðir, forverðir, arkitektar, ljósameistarar, listamenn, starfsmenn leikhúsa og háskólanemar í þessum fögum.
Þá segir Nathalie vonast til þess að: „bókin gagnist safnmönnum til að sýna safngripi á ábyrgan hátt og draga úr hættu á varanlegum skemmdum og að hún leiði einnig sérfræðinga inn í heim safnastarfs og varðveislu safnkosts. Tilgangurinn með þessu riti er einnig að fá utanaðkomandi sérfræðinga til að spyrja nauðsynlegra spurninga meðan á samstarfinu stendur.“
Hér má hlaða niður bókinni:
Sýningagerð og varðveisla safngripa – 1. hluti
Sýningagerð og varðveisla safngripa – 2. hluti
Við óskum Nathalie innilega til hamingju með verkið og þökkum henni fyrir, en þetta er mikilvægt innlegg í safnastarfið.