Síðast liðið sumar unnu tveir safnafræðinemar, Francesca Stoppani og Katie Teeter, að því að búa til nýja þekkingu á sviði uppvinnslu við grisjun menningarminja og hagnýtingu hennar. Verkefnið var unnið í samstarfi námsbrautar í safnafræði, Tækniminjasafns Austurlands og Þjóðminjasafns Íslands og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Afrakstur verkefninu var tvíþættur, annars vegar grisjunarhandbók sem gæti nýst íslenskum söfnum og hins vegar ítarleg lokaskýrsla þar sem farið var enn frekar í saumana á fræðilegri hlið bæði grisjunarmála og hringrásarhagkerfisins.
Nýsköpunarvinkill verkefnisins fólst í því að líta á grisjaða safngripi sem auðlind sem ekki væri forsvaranlegt að farga umhugsunarlaust, ef hægt væri að hafa not fyrir þá annars staðar.
Handbókina og skýrsluna er hægt að nálgast á grisjun.hi.is og hvetjum við ykkur eindregið til að kynna ykkur málið.