• 29/08/2019

   

  FÍS, FÍSOS og Námsbraut í safnafræði við H.Í. kynna:

  Taktu frá laugardaginn 12. október 2019 – Einstakt tækifæri fyrir þig og samstarfsfólk þitt


  Laugardaginn 12. október 2019 heldur Nina Simon námskeið á Íslandi. Þar mun hún kynna með fyrirlestri og verkefnum hugmyndafræði sína um það með hvaða hætti megi virkja menningastofnanir með sterkari samfélagslegri tengingu en áður. Á námskeiðinu mun hún fjalla um sérstaka nálgun sem hún hefur þróað og reynt í Bandaríkjunum og víðar í samstarfi við menningarstofnanir, þar sem áherslan er á möguleika og hindranir fyrir þær stofnanir að tengjast og þjóna sínu samfélagi.
  Nina Simon er heimsfrægur fyrirlesari og hugmyndir hennar eiga brýnt erindi hérlendis. Mikill fengur er því af komu hennar hingað.
  Nina Simon stofnaði OF/BY/FOR ALL og er höfundur metsölubókanna The Participatory Museum (2010) og The Art of Relevance (2016). Nina hefur víðtæka reynslu úr safna- og menningargeiranum, m.a. stýrði hún um árabil Santa Cruz Museum of Art and History.
  Staðsetning og nánari tilhögun verður tilkynnt innan skamms. Miðasala hefst í september.
  Ætlar þú ekki örugglega að mæta?
  ———-
  Lýsing Ninu Simon á efni námskeiðsins:
  Becoming OF/BY/FOR ALL in Your Community 
  In this interactive workshop, we’ll dive into the OF/BY/FOR ALL method for making your organization of, by, and for your community. We will discuss how to define communities of interest. We’ll unpack the opportunities and challenges involved in changing to become more representative OF them, more co-created BY them, and more welcoming FOR them. We’ll share some of the most pernicious obstacles to doing this work well, and we’ll tackle your toughest questions about how to make inclusive change at your institution.
  You will leave with a clearer sense of who you want to involve and how to do so. We will also provide you with resources to tap into the community of professionals striving to build OF/BY/FOR ALL organizations around the world.
  —————
  Viðburðurinn er haldinn á vegum FÍS Félags íslenskra safnafræðinga, FÍSOS Félags íslenskra safna- og safnamanna og Námsbrautar í safnafræði við Háskóla Íslands.
  F.h. Félags íslenskra safnafræðinga
  Ingunn Jónsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir