• 05/07/2019


    Nú er skráning hafin á farskóla FÍSOS 2019 sem haldinn verður á Patreksfirði dagana 2.-5. október 2019.
    Skráningarblaðið má nálgast hér.
    Farskólastjórn hvetur félaga til að skrá sig sem fyrst. Send verður út ítarlegri dagskrá fljótlega.
    Þá er það að frétta af farskólastjórn að því miður hefur Sigrún Ásta þurft að segja sig frá undirbúningi vegna farskólans af óviðráðanlegum aðstæðum. Ármann Guðmundsson, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands, hefur tekið sæti hennar og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.