• 17/04/2019

  Þann 10. maí nk. verður haldin vinnustofa með Ember Farber frá Bandarísku safnasamtökunum (American Alliance of Museums, AAM) um gagnlegar og hagnýtar leiðir fyrir stjórnendur og starfsmenn safna til að vekja máls á mikilvægum hlutverkum og starfsemi safna. Vinnustofan er haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu.

  Ember Farber er forstöðurmaður deildar um stjórnvaldstengsl og málstað (advocacy) safna innan bandarísku safnasamtakanna (American Alliance of Museums, AAM). Hún hefur áralanga reynslu af því að kynna söfn og starfsemi þeirra fyrir opinberum aðilum og almenningi með ýmsum aðferðum: svo sem eins og áætlana- og undirbúningsgerð safna, persónulegum tengslum, starfi með grasrótarsamtökum, og notkun á stafrænum samskipum eins og félagsmiðlum. Ember hefur yfirumsjón með málstaðssíðu AAM (www.aam-us.org/advocacy), en síðan aðstoðar söfn í Bandaríkjunum við að segja sögur af mikilvægu starfi þeirra, því sem þau hafa fram að færa og miðla því til opinberra aðila sem sjá um stefnumótun, fjölmiðla og almennings. Ember hefur haldið sambærilegt vinnustofu og hún heldur hér á landi víða um Bandaríkin.
  Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir starfsmenn safna og aðra áhugasama til að læra af reynslubolta á sviði lobbíisma!
  Vinnustofan er samstarfsverkefni  Rannsóknaseturs í safnafræðum við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Félags íslenskra safna og safnmanna, FÍSOS, .
  Dagskrá vinnustofu – fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands
  13:00 – 13:10     Kynning, Helga Maureen Gylfadóttir, formaður FÍSOS
  13:10 – 14:00     Fyrirlestur, Ember Farber, Director of Government Relations & Advocacy at   AAM
  14:00 – 14:15    Kaffihlé
  14:15 – 15:30    Vinnustofa og samræður
  Til lauslegs undirbúnings fyrir þátttöku í vinnustofunni er þátttakendum bent á að kynna sér efni á heimasíðunum: www.aam-us.org/advocacy og www.standforyourmission.org.
  Fyrir áhugasama viljum við einnig benda á bók forvera Ember Farber í starfi, Gail Ravnitzky Silberglied, Speak Up For Museums: The AAM Guide to Advocacy (2011), sem fáanleg er m.a. á Amazon.
  Seminar on Museum Advocacy 10.05.2019 – Lecture Hall National Museum of Iceland
  Seminar itinerary
  13:00 – 13:10     Opening remarks by Helga Maureen Gylfadóttir, chairperson of the IAM.
  13:10 – 14:00     Lecture, Ember Farber, Director of Government Relations & Advocacy at AAM
  14:00 – 14:15    Coffee break
  14:15 – 15:30    Breakout sessions and Discussion
  Ember is the Director of Advocacy at the American Alliance of Museums. In that role she communicates with museum advocates and the field about federal policy issues and advocacy opportunities through legislative and advocacy updates, calls-to-action, print, email, AAM’s website (www.aam-us.org/advocacy) and several social media channels. Ember also enjoys working closely with AAM’s broad range of partner organizations and directly with individual museum advocates during Museums Advocacy Day and throughout the year. Advocacy is a personal and professional passion for Ember, who holds a Master’s degree in political management from the George Washington University. #museumsadvocacy