Nú í byrjun mars var tilkynnt um aðalúthlutun safnasjóðs 2019.
Samkvæmt frétt á heimasíðu safnaráðs þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði, þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr., auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu frá 300.000 til 2.500.000 kr.
FÍSOS fékk fjóra verkefnastyrki:
Námskeið fyrir safnafólk: Varðveislu safngripa á sýningum með áherslu á uppsetningu þeirra fyrir safnafólk. – 400.000 kr.
Farskóli FÍSOS 2019 – Patreksfjörður – 1.800.000 kr.
Safnablaðið Kvistur – 6. tbl. – 700.000 kr.
Safnadagurinn 18. maí 2019 – 1.000.000 kr.
FÍSOS þakkar kærlega fyrir stuðninginn.