• 19/06/2018

  FRÉTTATILKYNNING FRÁ NKF Á ÍSLANDI:
  Nú stendur yfir skráning á ráðstefnuna; Cultural heritage facing catastrophe: Prevention and recoveries, sem haldin er af Íslandsdeild Norrænna forvarða.
  Ráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 26. – 28. september 2018. Fjöldinn allur af sérfræðingum munu flytja erindi á ráðstefnunni, hvaðanæfa úr heiminum.  Dagskráin er fjölbreytt og á ráðstefna sem þessi erindi til allra þeirra sem með menningararfinn fara.
  Við hvetjum ykkur því eindregið til þess að skrá ykkur og nýta þetta einstaka tækifæri!
  Snemmskráningu lýkur þann 26. júní.
  Sjá allt um ráðstefnuna hér: www.nkf2018.is
  Hlökkum til að sjá ykkur í september!
  NKF – Ísland