• 04/01/2018

  Stjórn FÍSOS kynnir með ánægju og stolti farskólastjórn FÍSOS 2018.
  Farskólastjóri er Helga Einarsdóttir hjá Þjóðminjasafni Írlands og meðstjórnendur eru Hlín Gylfadóttir hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur og Þóra Sigurbjörnsdóttir hjá Hönnunarsafni Íslands.
  Farskólastjórn hefur nú þegar hafið störf og vinnur nú að fá tilboð í flug og hótel ásamt því að leggja drög að safnaheimsóknum á Írlandi.
  Þær munu á næstu vikum kynna hvaða daga í september 2018 verður haldið út í víking ásamt upplýsingum um kostnað.
  Netfang farskólastjórnar er farskoli@safnmenn.is en við biðjum félaga að hinkra með fyrirspurnir þar til fyrsta kynning er afstaðin.
  Það er vissa stjórnar FÍSOS að farskólinn 2018 er í öruggum höndum þessarar heiðurs-kvenna og miðað við það sem þegar hefur verið rætt eiga félagsmenn FÍSOS von á fróðlegum, skemmtilegum og óvæntum farskóla.
  Stjórn FÍSOS.
  Dublin