• 09/05/2017

    Minningar um torfhús
    – Ljósmyndasýning Söndu Coullenot
    Í tilefni alþjóðlega safnadagsins býður Minjasafn Austurlands gestum og gangandi að skoða sýninguna Minningar um torfhús sem nú stendur yfis í Safnahúsinu Á sýningunni eru 25 ljósmyndir sem franski fornleifafræðingurinn Sandra Coullenot hefur tekið af gömlum byggingum vítt og breitt um Ísland. Markmiðið sýningarinnar er að vekja upp minningar og hugrenningar tengdar torfhúsum. Sérstakur minningakassi er á sýningunni og eru gestir hvattir til að skrifa hugleiðingar sínar á blað og stinga í kassann, hvort sem um er að ræða góðar minningar eða sögur sem ekki má segja. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér: http://www.minjasafn.is/syningar/yfirstandandi-sersyningar
    Einnig gefst gestum kostur á að skoða grunnsýningar safnsins sem eru tvær. Önnur sýningin nefnist Sjálfbær eining en yfirskrift hennar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar. Hin sýningin ber heitið Hreindýrin á Austurlandi og fjallar um tengsl hreindýranna við náttúru, sögu og menningu Austurlands. Nánari upplýsingar um grunnsýningar safnsins má finna hér: http://www.minjasafn.is/syningar/grunnsyningar
    Frítt er inn á sýningar safnsins í tilefni dagsins.
    Opnunartími er frá 11:00-16:00
    www.minjasafn.isMinningar um torfhús