• 30/08/2016

    Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) boðar hér með til aðalfundar þann 14. September næstkomandi kl. 13:30. Fundurinn verður haldinn í Hljómahöll, Reykjanesbæ.
    Dagskrá Aðalfundar:

    1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    2. Skýrsla formanns um störf félagsins. Skýrðir reikningar félagsins. Umræður um þessa liði og afgreiðsla þeirra.
    3. Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður.
      • Kosið verður um stöðu formanns og meðstjórnanda.
      • Kosið verður um stöðu eins varamanns.
      • Kosning eins skoðunarmanns reikninga til tveggja ára.
      • Kosning farskólastjóra til eins árs.
    4. Ákveðið árgjald félagsmanna og stofnana.
      • Stjórn félagsins leggur til hækkun á árgjaldi félagsmanna um 2000 kr að því gefnu að tillaga þess um Safnablaðið Kvist verði samþykkt.
    5. Önnur mál.
      • Stjórn félagsins leggur til að FÍSOS taki yfir rekstur og útgáfu safnablaðsins Kvists.

    Óskað er eftir framboðum til stjórnar í stöðu formanns, meðstjórnanda og varamanns. Áhugasamir geta lýst yfir framboði með því að senda tölvupóst á bergsveinnth@gmail.com eða lýst yfir framboði á aðalfundi. Kjörgengi hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald félagsins fyrir aðalfund eða eru heiðursfélagar.
    Rökstuðningur stjórnar fyrir því að FÍSOS taki yfir rekstur og útgáfu Kvists
    Stjórn Físos telur að áframhaldandi útgáfa blaðsins sé íslensku safnastarfi til framdráttar og gæti þar að auki nýst til að auka sýnileika félagsins og efla starf þess. Ef félagið tæki rekstur blaðsins að sér væri hægt að tengja útgáfu þess betur við starfsemi félagsins. Auk þess að vera frábær vettvangur fyrir umfjöllun um söfn og safnatengda starfsemi er blaðið ekki síður kynning fyrir íslenskt safnastarf.
    Ritstjórn Safnablaðsins Kvists óskaði eftir því fyrr á þessu ári að FÍSOS tæki yfir rekstur og útgáfu blaðsins. Útgáfa blaðsins er fjármögnuð að mestu með verkefnastyrk úr Safnasjóði en einnig með áskrift, styrktarlínum  og auglýsingatekjum.
    Rekstur og útgáfa safnablaðsins Kvists fylgir skuldbinding að standa að útgáfu blaðsins í ákveðinn tíma. Fyrirhugað er að gefa út eitt tölublað á ári, ef tillaga stjórnar verður samþykkt er það ennfremur lagt til að félagsgjöld hækki um 2000 krónur og eintak af safnablaðinu fylgi því félagsaðild.