• 17/05/2016

    lógó minjasafnið akureyri

    Byggingar á Brekkunni -Manngert menningarlandslag á Suðurbrekkunni á Akureyri

    Í tilefni af alþjóðlega og íslenska safnadeginum býður Minjasafnið á Akureyri upp á byggingasögugöngu um menningarlandslag  á hluta Suðurbrekkunnar á Akureyri þar sem rýnt verður í skipulag og byggingar í nágrenni Menntaskólans á Akureyri.
    Minjasafnið akureyri 2
    Íslenski safnadagurinn er hluti Alþjóðlega safnadagsins sem haldinn er árlega 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum og er þema ársins söfn og menningarlandslag.
    Gengið verður um Suðurbrekkuna umhverfis Menntaskólann og sagt frá þróun og uppbyggingu þessa bæjarhluta auk þess verður rýnt í byggingarsögu valinna húsa á svæðinu.
    Lagt verður upp frá gamla Menntaskólahúsinu kl. 17:30. Leiðsögumaður er Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Minjasafninu á Akureyri.
    Gangan tekur rúman klukkutíma.
    Aðalstræti 58, Akureyri.  S: 462 4162  www.akmus.is minjasafnid@akmus.is