Þann 27. apríl næstkomandi mun Þjóðminjasafnið og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa fyrir málþingi um safnfræðslu. Málþingið verður haldið í Safnahúsinu á milli 13:00 og 17:00, að loknum vorfundi Þjóðminjasafnsins.
Á málþinginu verður m.a. fjallað um:
Í lok dags verður svo „markaðstorg hugmynda“ þar sem kynntar verða nýjar og spennandi hugmyndir í safnfræðslu
og/eða verkefni eða aðferðir sem hafa virkað vel til þessa.
Við viljum kalla eftir tillögum fyrir markaðstorgið. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að hafa samband! Hér er um að ræða gott tækifæri fyrir fræðslufólk safna til að kynna eigin hugmyndir og verkefni. Hver og einn fær 7 mínútur til umráða (hámark 6-8 glærur) og gefinn er tími fyrir 1-2 spurningar á eftir hverju erindi. Vinsamlega sendið tillögur til okkar fyrir 13. apríl!
Bergsveinn Þórsson (bergsveinn.thorsson@reykjavik.is)
Bryndís Sverrisdóttir (bryndis@thjodminjasafn.is)