• 01/02/2011
  Dagana 28. mars – 2. apríl verður haldið hraðnámskeið á vegum námsbrautar í safnafræði við Háskóla Íslands. Námskeiðið er styrkt af Félagi íslenskra safna- og safnmanna, sem og Þjóðminjasafni Íslands.
  Félagsmönnum í FÍSOS gefst kostur á að sitja námskeiðið, þeim að kostnaðarlausu hafi þeir greitt árgjald félagsins. Félagsmenn sem búa úti á landi eða hafa ekki tækifæri til þess að sækja námskeiðið, gefst kostur á að skoða videó-upptökur frá námskeiðinu.
  Námskeiðið er kennt af þeim Ane Hejlskov Larsen og Vinnie Norskov, en þær eru báðar prófessorar við háskólann í Árósum og fara fyrir safnafræðináminu þar. Námskeiðið er kennt á ensku.
  Námskeiðslýsing:
  In collaboration between the National Museum of Iceland, the Association of Museums and Museum Employees (FÍSOS) and department of museology at the University of Iceland, Ane Hejlskov Larsen and Vinnie Nørskov from the department of museology at the University of Aarhus offer an intensive course in what are considered best practices in museums. In this course they will introduce and discuss in depth four different topics that are pertinent for good practices in museums: First, policy development and management planning. Second, Museum collection management. Third, Museum exhibition design and aesthetics. And Fourth, Digital learning and learning in museums. The course is intended for anyone interested in museum practices.
  Skráning í námskeiðið er nauðsynleg fyrir 18. febrúar. Skráningu (nafn,heimilisfang) skal senda til:
  Sigurjón Baldur Hafsteinsson, sbh@hi.is, eða í síma 525 54 96. Taka skal fram við skráningu hvort viðkomandi sé félagsmaður í FÍSOS og sé búin/n að greiða árgjaldið.
  ________________________________________
  Stjórn FÍSOS ákvað á fundi sínum sem haldinn var 28. janúar að ofangreint námskeið yrði það námskeið sem stæði félagsmönnum til boða í ár. Ekki spillir að það er félagsmönnum að kostnaðarlausu og verður aðgengilegt á netinu.
  Með kveðju frá stjórn FÍSOS
  Guðný Dóra