• 15/04/2010

    Nú fer hver að verða síðastur til að senda inn ábendingar um það sem vel er gert á íslenskum söfnum. Það er mikilvægt að safnmenn sendi inn ábendingar, þar sem þeir hafa góða yfirsýn og vitum um það sem er að gerast á sínu sviði. Til greina koma söfn og einstök verkefni á sviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar.
    Óskað er eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum og þurfa þær ekki að vera rökstuddar í löngu máli.
    Frestur til að skila inn ábendingum er að renna út og þitt innlegg er mikilvæg!
    Ábendingum skal skilað til Safnaráðs, Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, 101 Reykjavík eða á netfangið safnarad@safnarad.is merkt Safnaverðlaun fyrir 19. apríl 2010.