11:00 til 14:50 Aðgengi að söfnum og samfélagslegt hlutverk
er sameiginlegt málþing FÍSOS og Safnaráðs sem haldið verður föstudaginn 9. nóvember. Málþingið fer fram á Kjarvalsstöðum.
Fyrirlesarar muna fjalla um þessi mál út frá mismunandi sjónarhorni, en þeir eru: Alma Dís Kristinsdóttir, menntunarfræðingur og safnfræðslufulltrúi Listasafns Reykjavíkur, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir starfandi framkvæmdastjóri Safnaráðs, Eiríkur Þorláksson sérfræðingur á skrifstofa menningarmála, menntamálaráðuneytinu, Halldór Björn Runólfsson safnstjóri Listasafn Íslands og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Farskólanemar í Glasgow Resource Center
15:15 til 16:00 Farskólinn í Skotlandi.
Ágústa Kristófersdóttir og Helga Maureen Gylfadóttir farskólastjórar kynna skýrslu um farskólann sem fram fór í Glasgow og Edinborg 18. til 21. september sl.
16:00 til 17:00 Aðalfundur FÍSOS
Dagskrá dagsins í heild má sjá með því að smella á:
Meira…