• 25/10/2007

    25. október 2007
    Aðalfundur 9. nóvember 2007 á Kjarvalsstöðum
    Samkvæmt lögum félagsins þá eru störf aðalfundar eftirfarandi:
    A. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    B. Skýrsla formanns um störf félagsins. Skýrðir reikningar félagsins. Umræður um þessa liði og afgreiðsla þeirra.
    C.  Lagabreytingar.
    D.  Kosning í stjórn og aðrar trúnaðarstöður. Kosning skal vera skrifleg ef þess er óskað.
    1.  Kosning fimm manna stjórnar til tveggja ára í senn, formaður og meðstjórnandi annað árið, en varaformaður, gjaldkeri og ritari hitt árið.
    2.  Kosning 2 varamanna til tveggja ára. Eins varamanns annað árið en annars hitt árið.
    3. Kosning skoðunarmanns reikninga til tveggja ára. Eins skoðunarmanns annað árið og annars skoðunarmanns hitt árið.
    4.  Kosning farskólastjóra til eins árs.
    E.  ákveðið árgjald félagsmanna og stofnana.
    F.  Önnur mál.
    Stjórnin