• 30/01/2006

    Nú styttist í þriðja íslenska söguþingið, sem haldið verður í lok maí. Meðal þess efnis sem samþykkt var í 2 klst. málstofu er eitt sem tengist söfnum, sýningum og sagnfræði (sjá nánari lýsingu hér að neðan). Mig langar, fyrir hönd þeirra sem standa að þessari málstofu, að auglýsa eftir fleiri aðilum sem kunna að hafa áhuga á að leggja þar eitthvað til málanna. Vinsamlegast hafið samband við mig ef þið hafið áhuga eða viljið spyrja einhvers í þessu sambandi. 
Kveðjur Guðbrandur Benediktsson
    SÖFN OG SÝNINGAR: SÖGUSÝN OG MIÐLUN
    Á málstofunni verður fjallað um það hvernig sögu er miðlað á íslenskum söfnum, sögusýningum og setrum. Umræðan um sögusýningar og sagnfræði beinist að tveimur þáttum; inntaki og umgjörð. Annars vegar verður fjallað um hvaða sögu sé verið að segja á þessum vettvangi, hvernig sagan er túlkuð og frá hvaða sjónarhorni. Þá verður sérstaklega hugað að því hvort munur sé á sögusýn og miðlun safna og setra og hvaða ólíku aðferðum er beitt við miðlun sögunnar. Einnig verður fjallað um söfnun muna á söfnum og söfnunarstefnu með tillti til sagnfræði og rætt verður á hvern máta sagnfræðin og heimildafræði sagnfræðinnar er nýtt í þessu sambandi.