Félagið var stofnað árið 1981 í þeim tilgangi að efla samstarf og menntun þeirra sem starfa á lista-, minja- og náttúrufræðisöfnum á Íslandi.

Meira um FÍSOS

Farskóli

Farskóli FÍSOS hefur verið haldinn á hverju ári síðan 1989. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Á hverju hausti hittast safnmenn, bera saman bækur sínar, skoða hvað er verið að gera á landinu í safnamálum og styrkja sín tengslanet. Á farskólanum er aðalfundur félagsins haldinn, kosið er í stjórn og málefni FÍSOS rædd. Síðast en ekki síst er árshátíð haldin á hverjum farskóla en henni er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu.

Meira um farskólann

Viltu gerast meðlimur?

Félagið er vettvangur fyrir félagsmenn til að hittast, tjá skoðanir, aðstoða hver annan og styðja við safnastarf í landinu.

Sækja um aðild

Facebook félagsmanna

FÍSOS á Facebook