Íslensku safnaverðlaunin

Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár og er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert á íslenskum söfnum. Þeim er jafnframt ætlað að efla faglegan metnað og vera hvatning til að kynna menningu þjóðarinnar á framsækinn og áhugaverðan hátt. Að Safnaverðlaununum standa Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna ICOM  og Félag íslenskra safna og safnamanna, FÍSOS.

Verðlaunin eru veitt einu safni sem þykir hafa skarað fram úr og vera til eftirbreytni. Ekki er gerður greinarmunur á tegundum safna og koma því öll söfn á landinu til greina; minja- og byggðasöfn, listasöfn, náttúrugripasöfn og önnur sérsöfn.

Safnaverðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Valnefnd skipuð fulltrúum félaganna og fulltrúa frá safninu sem síðast hlaut verðlaunin velur úr innsendum hugmyndum en óskað er eftir tillögum frá almenningi jafnt sem fagmönnum. Viðurkenningin sem felst í verðlaununum er bæði heiður og hvatning söfnunum sem hljóta tilnefningu ekki síður en því safni sem hlýtur verðlaunin.

Ítarlegri upplýsingar um vinningshafa og tilnefningar má nálgast á heimasíðu ICOM á Íslandi.

 

Vinningshafar

    • 2022 Minjasafnið á Akureyri
    • 2020 Þjóðminjasafn Íslands
    • 2018 Listasafn Árnesinga
    • 2016 Byggðasafn Skagfirðinga – fréttatilkynning
    • 2014 Rekstrarfélagið Sarpur – fréttatilkynning
    • 2012 Byggðasafn Suður-Þingeyinga, Menningarmiðstöð Þingeyinga
    • 2010 Nýlistasafnið
    • 2008 Byggðasafn Vestfjarða
    • 2006 Minjasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn
    • 2003 Myndadeild Þjóðminjasafns Íslands
    • 2002 Byggðasafn Árnesinga
    • 2001 Safnfræðsludeild Listasafns Reykjavíkur
    • 2000 Síldarminjasafnið á Siglufirði