Framtíð FÍSOS

FRAMTÍÐ FÍSOS

Skýrsla samráðshóps um endurskoðun á hlutverki FÍSOS 

Á aðalfundi FÍSOS, félagi íslenskra safna og safnmanna, þann 7. október 2011 var lögð fram tillaga þess efnis að skipaður yrði samráðshópur sem hefði með höndum tvíþætt verkefni:

Að endurskoða hlutverk FÍSOS með hliðsjón af nýjum safnalögum sem taka gildi þann 1. janúar 2013.

Að skoða leiðir til að félagið geti ráðið framkvæmdastjóra til að sinna verkefnum FÍSOS í þágu safnanna í landinu.

Samráðshópurinn var skipaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar FÍSOS þann 17. október 2011. Arndís Bergsdóttir og Bergsveinn Þórsson tóku sæti fyrir hönd stjórnar. Á fundinum var einnig ákveðið að leita eftir samstarfi við Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur og Guðnýju Dóru Gestsdóttur og tóku þær í kjölfarið sæti í samráðshópnum.

Hópurinn kynnti drög að skýrslunni á aðalfundi FÍSOS á Akureyri þann 20. september 2012. Félagsmenn voru einnig beðnir um að tjá sig um efni skýrslunnar. Umræður fóru fram bæði á aðalfundinum sjálfum en þar að auki stóð samráðshópurinn fyrir umræðufundi á opnum fundartíma Farskólans, föstudaginn 21. september. Gagnlegar umræður sköpuðust og ýmsar áhugaverðar athugasemdir komu fram sem teknar voru fyrir á lokaspretti skýrslugerðarinnar.

Nú hefur samráðshópurinn lokið við skýrsluna og henni skilað til stjórnar FÍSOS. Stjórnin hvetur félagsmenn og alla áhugasama um að kynna sér málið. Boðað hefur verið til fundar til þess að ræða skýrsluna og mögulegar breytingar á félaginu í kjölfarið.

Hér má nálgast skýrslu samráðshópsins. Ritstjóri er Arndís Bergsdóttir.