NAME

NAME (Nordic Association for Museum Education) er norrænt tengslanet fyrir starfsmenn og sérfræðinga fræðslu á söfnum og menningarstofnunum. NAME samanstendur af fimm norrænum félögum: FÍSOS (Ísland), SFF (Noregur), FUISM (Svíþjóð), Pedaali (Finnland) og MiD (Danmörk).

Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt, bæði sögulega og landfræðilega, því er mikilvægt að byggja upp tengslanet. Markmið NAME er að efla tengsl starfsmanna á sviði fræðslu og veita meðlimum félaganna tækifæri til að miðla eigin þekkingu og læra af reynslu annarra starfsmanna á Norðurlöndunum. Tengslanetið vinnur að því að búa til vettvang þar sem hægt er að byggja upp samstarfsverkefni og auka samskipti á milli landa. Þar að auki getur öflugt tengslanet vakið athygli á safnfræðslu og mikilvægi þess í starfi safna og menningastofnanna.

Safnfræðsluritið Nordic Inspiration - Fresh approaches to Museum Learning

FÍSOS hefur tekið virkan þátt í tengslanetinu frá byrjun árs 2015. Á síðasta ári stóð NAME fyrir útgáfu á riti sem var samantekt á völdum safnfræðsluverkefnum á Norðurlöndunum. Ritið er aðgengilegt hér með því að smella á myndina til vinstri. Einnig er hægt að lesa fréttatilkynninguna um útgáfuna: Nordic Inspiration – Fresh approaches to Museum Learning.

Hluti af því að byggja upp öflugt tengslanet er að heyra hvað félagar FÍSOS sjá fyrir sér með samstarfi sem þessu. Hvað vilja félagsmenn fá út úr samstarfi sem þessu? Allar ábendingar, hugmyndir og vangaveltur eru vel þegnar! Áhugasamir eru beðnir um að senda línu á hina íslensku NAME fulltrúa.

Fulltrúar FÍSOS í tengslanetinu eru Brynja Sveinsdóttir, Gerðarsafni, og Helga Maureen Gylfadóttir, formaður FÍSOS.