Félagið

Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) var stofnað árið 1981 í þeim tilgangi að efla samstarf og menntun þeirra sem starfa á lista-, minja- og náttúrufræðisöfnum á Íslandi. Markmið félagsins eru fernskonar og bundin í lög félagsins:

  1. Að efla samstarf og kynni milli safna og safnmanna, fjalla um safnamál, auka þekkingu og fræðslu á söfnum og safnstörfum og annast samskipti við safnmenn og hliðstæð samtök erlendis
  2. Að leitast við að tryggja réttindi og hagsmuni félagsmanna
  3. Að halda Farskóla safnmanna þar sem starfsmenn safna fái starfsfræðslu og endurmenntun
  4. Að gefa út fréttabréf.

Heimilisfang

Félag íslenskra safna og safnmanna,

Pósthólf 1443,

121 Reykjavík.

Senda póst til allra í stjórn FÍSOS – stjorn@safnmenn.is