Söfn í stafrænni veröld

Undanfarna áratugi hefur tækniþróun fjölgað möguleikum safna til miðlunar svo um munar. Íslensk söfn hafa tileinkað sér ólíkar og fjölbreyttar leiðir til að miðla þekkingu og fróðleik. Á Farskóla safnmanna 2017 verður horft til áskorana, ógnana og nýrra möguleika í því samhengi. Hvernig getum við nýtt okkur tæknina til framþróunar og vaxtar? Getur tæknin dregið úr upplifun gesta á sýningum? Hvernig getum við nýtt okkur tækni nútímans til þess að átta okkur á ráðgátum fortíðar og tryggja varðveislu gripa og muna til framtíðar?

Skráning

Opnað verður fyrir skráningu á Farskólann síðari hluta júnímánaðar. Athugið að samhliða skráningu þarf að velja vinnustofu og bóka rútufar sé þess óskað.

Dagskrá

Endanleg dagskrá Farskólans verður birt þegar nær dregur. Þrír erlendir fyrirlesarar taka þátt í farskólanum í ár. Allan Risbo frá Museumstjenesten, Gunnar Holmstad frá Nordnorsk Fartoyvernsenter og Steven Conn, safnafræðingur og prófessor við Miami Háskólann í Oxford, Ohio. Fyrirlesarar úr röðum safnmanna verða fjölmargir. Skipulagðar vinnustofur verða á dagskrá á fimmtudegi og föstudegi. Þátttakendur velja vinnustofu samhliða skráningu í farskólann.

Farskólagjald

Félagsmenn FÍSOS greiði 18.000 kr. en aðrir 25.000 kr. Innifalið í farskólagjaldi: Kaffi og kruðerí í kaffitímum, hádegisverður á fimmtudag og föstudag, léttar veitingar seinni part miðvikudags og matur og skemmtun á árshátíð.

Rúta frá Reykjavík

Athugið að rúta til og frá Reykjavík er fullbókuð. Hafir þú áhuga á að komast á biðlista, ef ske kynni að um forföll verði að ræða, vinsamlegast sendu tölvupóst á: farskoli@safnmenn.is

Rútuferð verður í boði frá Reykjavík til Siglufjarðar og aftur til baka. Rútan fer frá Þjóðminjasafninu við Suðurgötu kl. 8:00 á miðvikudagsmorgni, 27. september og stoppar jafnframt á Árbæjarsafni. Lagt verður af stað frá Siglufirði kl. 16:00 föstudaginn 29. september. Verð á rútuferð er 6.500 kr. óháð því hvort farþegar fari aðra leiðina eða báðar. Nauðsynlegt er að bóka rútuferð samtímis skráningu á farskólann.

Gisting

Samstarf er við þrjá gististaði. Sigló Hótel, Hótel Siglunes og The Herring House. Þeir sem vilja nýta sér afsláttartilboð þurfa að vísa í ráðstefnuna og nota kóðann: FARSKÓLI 2017
Að auki er töluvert af íbúðum í skammtímaleigu í gegn um Airbnb. Upplýsingar um alla gistimöguleika er að finna hér: Gisting á Farskóla

Farskólaskýrsla 2017

Söfn í stafrænni veröld. Farskólaskýrsla 2017

Farskólastjórn 2017

Anita Elefsen, farskólastjóri
Steinunn María Sveinsdóttir, Síldarminjasafni Íslands
Haraldur Þór Egilsson, fulltrúi FÍSOS
Sigríður Sigurðardóttir, Byggðasafni Skagafjarðar
Hörður Geirsson, Minjasafninu á Akureyri