Söfn og sjálfbær þróun: Áratugur aðgerða!

Fyrirhuguðum farskóla FÍSOS sem átti að halda í Vestmannaeyjum þann 23. til 25. september hefur verið aflýst. Þess í stað hefur farskólastjórn tekið sig til og skipulagt Fjarskóla, eða röð rafrænna fyrirlestra og málstofa sem verða haldnar vikulega frá og með 23. september. Fjarskólinn mun fara fram á samskiptaforritinu Zoom í samstarfi við Safnafræði við Háskóla Íslands.

Þema fjarskólans er Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvernig söfn geta með fjölbreyttum hætti stuðlað að sjálfbærri þróun. Farið verður um víðan völl allt frá sýningargerð, skráningarmálum, stefnumótunar, til sjálfbærra aðgerða í starfi.

Fjarskóli 2020

23. september kl. 11:00

Sjálfbærni fyrir menningararf / The CHGs: Sustainability for Cultural Heritage

Caitlin Southwick, stofnandi Ki Culture mun halda fyrirlestur um sjálfbærni fyrir menningararf. Caitlin er menntaður forvörður en hefur undanfarin ár sérhæft sig í sjálfbærni fyrir söfn og menningarstofnanir í starfi, fræðslu og miðlun. Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku. Nánari lýsing:

Sustainability is something that we are all aware of and understand that imminent action is necessary. However, it can seem intangible, inaccessible and often overwhelming. So how does sustainability relate to our field? What can we do?

As the cultural heritage sector, we have a unique opportunity to support the United Nations Sustainable Development Goals and Agenda 2030 through our physical collections, educational programming, influential and trusted position, and our capacity to inspire empathy, understanding and drive real change. The Culture & Heritage Goals outline what sustainability means for cultural heritage and how we can engage – helping to achieve a sustainable future.

30. september kl. 11:00

Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi?

Málstofa um samstarfsverkefnið Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi? sem tilnefnt var til íslensku safnaverðlaunanna 2020. Í málstofunni munu Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, og Elfa Hlín Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Austurbrú, munu segja frá verkefninu og ræða ýmsar hliðar þess í tengslum við sjálfbærni.

Málstofan fer fram á Zoom og er hægt að skrá sig hér.

7. október kl. 11:00

Skráning náttúruminja í Sarp hjá Náttúruminjasafni Íslands

Þóra Katrín Hrafnsdóttir, sem fer með umsjón safnkosts og rannsókna á Náttúruminjasafni Íslands mun kynna undirbúningsvinnu safnsins við skráningu náttúruminja í Sarp. Pallborðsumræður munu síðan eiga sér stað. Í pallborði sitja, Guðrún Jónsdóttir, safnstjóri Safnahúsa Borgarfjarðar, Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, og Dr. Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur.

Nánari upplýsingar um málstofu og skráningu koma síðar.

14. október kl. 11:00

Söfnin í takt – stefnumörkun safnaráðs um safnastarf

Eitt af meginhlutverkum safnaráðs samkvæmt safnalögum er stefnumörkun um safnastarf sem skal unnin í samstarfi við höfuðsöfnin. Safnaráð og höfuðsöfnin hafa unnið að stefnumörkuninni síðasta árið undir dyggri stjórn Sjá ráðgjafar í góðu samstarfi við hagaðila í safnastarfi. Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs og Jóhanna Símonardóttir frá Sjá ráðgjöf munu segja frá verkefninu og þær megináherslur sem komu fram í vinnunni. Í framhaldinu verða umræður um nokkur viðfangsefni sem voru þátttakendum í samráðsferlinu ofarlega í huga. Þau viðfangsefni eru: Samvinna, Menntunarhlutverk, Framtíðin

Nánari upplýsingar um málstofu og skráningu koma síðar.

Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru metnaðarfull markmið sem voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin sem gilda til ársins 2030 eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum.

Nú árið 2020 hófst áratugur aðgerða þar sem tíu ár eru til stefnu að umbreyta heiminum og stuðla að sjálfbærri framtíð. Heimsmarkmiðin fela í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Markmiðin eru víðfeðm og taka jafnt til umhverfislegra sem og samfélags- og efnahagslegra þátta. Þrátt fyrir að vera deilt niður í sautján markmið og enn fleiri undirmarkmið, tengjast heimsmarkmiðin innbyrðis og mynda eina heild. Þar af leiðandi er lögð áhersla á að innleiðing þeirrra sé hugsuð á samþættan og heildstæðan hátt. 

Heimsmarkmiðin eru ekki eingöngu hugsuð fyrir stjórnvöld, heldur er samstarf ólíkra hagsmunaðila, fyrirtækja, stofnanna og samfélagshópa, ómissandi þáttur í framkvæmd þeirra.