Söfn í sviptivindum samtímans

Farskóli safnmanna 2016

Farskólaskýrsla 2016 – Söfn í sviptivindum samtímans.
Skýrsla farskólastjórnar um FARSKÓLA FÍSOS sem haldinn var í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ 14.-16. september 2016

14-16 september í Reykjanesbæ

Á undanförnum áratugum hefur margt breyst í starfsumhverfi safna. Ný söfn hafa litið dagsins ljós og eldri hafa gengið í gegnum endurnýjun. Hin stafræna bylting hefur búið til nýja vídd í safnastarfi einkum í formi aukins aðgengis almennings að þeim mikla sjóði þekkingar sem söfn búa yfir. Aukinn ferðamannastraumur setur mark sitt á rekstur safna. Tækifærin eru mörg. En hversu vel eru söfn í stakk búin að nýta þessi tækifæri? Hafa þau rekstrarfé til að auka þjónustustig sitt til að taka á móti fjölgun ferðamanna? Hefur söfnunum tekist að tryggja sinn grunnrekstur, varðandi húsæði, skráningu safnkosts, þróun sýninga og fræðslu? Eru söfn á Íslandi með þann þekkingargrunn og mannskap sem þarf til að vaxtar á 21. öldinni? Mitt í þessum hraða og sviptingakennda heimi er þá hætta á, að það vatni undan þeim verðmætum sem söfn hafa staðið fyrir frá elstu tíð?

Dagskrá

Tveir erlendir fyrirlesarar munu koma auk vaskrar sveitar innlendra fyrirlesara – þá verður boðið upp á hópavinnu þar sem niðurstöður hópanna verður kynnt á vefsvæði Físos – og við hlökkum mjög til að sýna ykkur söfnin okkar og sýningar hér í Reykjanesbæ, aðalfundur og árshátíð Físos verða á sínum.

Dagskrá Farskóla 2016

Skráning

Skráning er opin öllum áhugasömum. Félagar FÍSOS greiða lægra farskólagjald en aðrir. Fyrir áhugasama þá er hér hægt að nálgast upplýsingar um félagsaðild.

Farskólagjald
  • 17.000 fyrir félagsmenn
  • 24.000 fyrir aðra
Skráning

Vinsamlegast kynnið ykkur dagskrá farskólans og upplýsingar um hópastarfið áður en þið skráið ykkur.

Gisting

Gisting í Reykjanesbæ: ráðstefnuhótelið okkar er Park-inn hótelið við Hafnargötu 57 í Keflavík, við erum með mjög gott tilboð og þeir sem vilja nýta sér það þurfa að vísa í ráðstefnuna og nota leyniorðið: REK2016

Það eru reyndar lítil takmörk í gistimöguleikum hér í bæ og þeir sem vilja skoða aðra möguleika vísum við á slóðina: www.visitreykjanes.is/is/gisting

Farskólastjórn 2016

Sigrún Ásta Jónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir og fulltrúi Físos er Bergsveinn Þórsson.