Varðveisla til framtíðar? Farskóli safnmanna 2015 á Höfn í Hornafirði

Varðveisla til framtíðar? Farskóli 2015

 

Farskólaskýrsla 2015  – Varðveisla til framtíðar? Skýrsla farskólastjórnar um FARSKÓLA FÍSOS sem haldinn var á Höfn í Hornafirði dagana 16.-18. september 2015.

Farskóli safnmanna verður haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 16. – 18. september 2015. Yfirskrift Farskólans að þessu sinni er: Varðveisla til framtíðar?

Farskólinn hefst kl. 13.00 á Höfn miðvikudaginn 16. september og slitið kl. 16.00 föstudaginn 18. september.

Að þessu sinni verður Farskólinn vettvangur til að ræða varðveislumál í þessu samhengi. Jafnframt verður skoðað hvernig söfn geta tengt varðveislu við önnur svið safnastarfs s.s. miðlun og rannsóknir.

Kröfur um að menningararfurinn sé aðgengilegur og sýnilegur eru stöðugt að aukast og með því fylgir meira álag á safngripi. Á sama tíma eru söfnin lögbundin til tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Safnkosturinn stækkar sífellt, verður fjölbreyttari og flóknari í stærð og uppbyggingu. Hvernig geta söfn landsins mætt þessum kröfum og á hvað eiga þau að leggja áherslu ?

Erlendir fyrirlesarar

Tveir erlendir sérfræðingar sem standa framarlega á sínu sérsviði munu taka þátt í farskólanum að þessu sinni.

 • Jean Tétreault, deildarstjóri fyrir fyrirbyggjandi forvörslu á CCI (Canadian Conservation Institute) stærstu rannsóknarstofnun heims á sviði varðveislu. Jean flytur tvö erindi: Environmental Standards: from Rigidity to Responsibility og Products: Principles and Some Key Points.
 • Yvonne Shashoua, vísindamaður á sviði varðveislu (conservation scientist) á danska Þjóðminjasafninu, Hún mun fjalla um varðveislu gripa úr plasti. Yvonne er frumkvöðull á þessu sviði og hefur gefið út lykilbók um varðveislu plastgripa.

Íslenskir fyrirlesarar verða fjölmargir, bæði þekkt andlit og ný!

Hópvinna (vinnustofur og sýnikennsla)

Hægt verður að velja á milli 7-8 ólíkra hópa, til að mynda:

 1. Skordýraeftirlit
 2. Varðveisla í safnfræðslu: Hugmyndabanki
 3. Grisjun: Hvernig fer maður að þessu?
 4. Varðveisluverkefni fyrir sjálfboðaliða og nema
 5. Silicagel, ljósmælar, rakamælar og fleiri tæki: Sýnikennsla
 6. Úttekt ástands á geymslu
 7. Frágangur gripa úr pappír

Farið verður í skoðunarferð og heimsækjum meðal annars víkingaþorpið á Horni og Heinasvæðið.  Að venju mun Farskólinn halda  glæsilega árshátíð og aðalfund FÍSOS.

Farskólagjald

 • 21.000 fyrir þá sem ekki eru í FÍSOS
 • 16.000 fyrir félagsmenn FÍSOS

Við hvetjum alla sem eru ekki þegar félagar að skrá sig!

Ferðir

Hver farskólanemandi bókar sína ferð á Höfn sjálfur. Við hvetjum nemendur farskólans til að athuga með ferðastyrk, flugávísanir og starfsþróunarstyrki hjá sínu stéttarfélagi.  Pöntuð verður rúta frá Höfuðborgarsvæðinu, sem greiðist sér og fer verðið eftir fjölda farþega.

Gisting

Nemendur bóka gistingu sjálfir. Farskólinn hefur tekið frá gistingu á tveim stöðum á Höfn:

Hótel Höfn (www.hotelhofn.is) Sími: 478-1240 (info@hotelhofn.is)

 • Víkurbraut,  780 Hornafirði
 • Verð: 30.000 kr. nóttin í tveggja manna m/morgunmat (20 tveggja manna herbergi eru í boði)
 • 22.000 kr. nóttin í eins manns m/morgunmat (í boði eru 5 eins manns herbergi

 Hvammurinn (www.hvammurinn.is) Sími: 478-1503 (info@hvammurinn.is)

 • Ránarslóð 2, 780 Hornafirði
 • Verð: 15.500 kr. nóttin í tveggja manna m/morgunmat (í boði eru 20 tveggja manna herbergi)
 • 9000 kr. nóttin í eins manna m/morgunmat (í boði eru 5 eins manns herbergi)

Fæði

 • Kaffi og kruðerí í auglýstum kaffipásum.
 • Hádegisverður í boði farskólans 17. og 18. september.
 • Kvöldmatur á eigin vegum 17. september.

Matur og skemmtun á árshátíð er innifalið í farskólagjaldinu.  Drykkir greiðast sér.

Farskólastjórn skipa

 • Vala Garðarsdóttir, farskólastjóri
 • Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, Hornafjarðarsöfn
 • Elísabet Pétursdóttir, verkefnastýra FÍSOS
 • Nathalie Jacqueminet, Þjóðminjasafni Íslands
 • Ingibjörg Áskelsdóttir, Borgarsögusafni Reykjavíkur