Farskóli 2011

 Farskólaskýrsla – Fyrirlestrar farskólans – Dagskrá Farskólans 2011

Farskóli Félags Íslenskra safna og safnmanna var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði dagana 5. – 7. október 2011 og var þetta 23. farskóli á vegum félagsins.
Farskólinn er haldinn árlega og er mikilvæg landsráðstefna allra íslenskra safnmanna, þar
sem fagfólk af lista-, menningarminja og náttúruminjasöfnum kemur saman til að hlýða á
fyrirlestra og kynningar, fara í vettvangsheimsóknir og ræða um ýmis mál er snerta
safnastarf. Yfirskrift farskólans í ár var samstarf í víðu samhengi, innan safnageirans sem og við aðila á öðrum vettvangi.

Eitt af markmiðum farskólans þetta árið, var að meta stöðuna í nokkrum málaflokkum á sviði safnastarfs og ræða markmið fyrir komandi ár. Með það fyrir augum var þátttakendum farskólans skipt upp í 6 hópa, sem hver hafði sitt efni til umræðu. Yfir hverjum hópi höfðu verið skipaðir hópstjórar, einstaklingar með mikla þekkingu á viðkomandi málaflokki. Hópstjórum var uppálagt að leiða umræðuna og sjá til þess að niðurstöðum væri komið skilmerkilega á framfæri í sameiginlegri kynningu á síðasta degi farskólans. Til hliðsjónar átti að hafa ýmis gögn, svo sem farskólaskýrslu frá árinu 2005, ný lög og frumvörp á sviði safnastarfs, sem og stefnumótun á þessu sviði.